Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1932, Síða 14

Skinfaxi - 01.12.1932, Síða 14
166 SKINFAXI Þjóðernisstefna U. M. F. í. (V erðlaunaritgerð). „íslendingar viljum við allir vera“. Þetta gamla kjörorð Fjölnismanna á við alla góða og sanna ung- mennafélaga. Þeir vilja vera Islendingar. Lifa svo, að ísland liafi sem mesta sæmd og blessun af tilveru þeirra. Þeir sækjast eftir að vinna þau verk, sem þeir finna að eru til þjóðþrifa. Þeim er það fögnuður, að gela bætt islenzk lífskjör, þótt það kosti áreynslu. Þeir bindast samtökum til þess að livessa sjónir sínar og vilja. U. M. F. I. er samband þessara manna, myndað til þess, að styrkja þá í þeirri viðleilni, að verða upp- byggilegir menn í vaxandi þjóðfélagi. Nú er stormasamt í þjóðlífi Islendinga og blæs úr ýmsum áttum. Nú beljar sá stormur, sem „gráfeysknu kvistina bugar og brýtur“. Og það er e. t. v. liætt við því, að fleira bresti heldur en það, sem fúið er. Stund- um blæs landið upp af stormum. En þó er það vist, að „þegar ísar iirotna og þokur þrotna er þörf á ros- um að hreinsa til“. Mikil stefnubreyting er að verða með íslenzkri þjóð á sumum sviðum. En e. t. v. er mest fagnaðarefni, að fólkið er að vakna til meðvitundar um gæði landsins. Þjóðin er að taka trúna á landið. Æskan veit, að hún lifir í landi, sem fullt er af auðæfum. Hún velur sér það verkefni í hrifningu og guðmóði, að opinbera þessi auðæfi og láta þau bæta íslenzk lífskjör. Hún ætlar að vekja Jifsöflin, sem sol’a við fætur lienni, leysa úr álögum lífið, sem biður kringum hvern kotbæ, bíður eftir skilningi og dáðríki. Æskan ætlar að endurskapa íslenzkt sveitalif, með ])ví, að kalla fram krafta moldar og vatna. Menn grein- ir á um leiðir og tilhögun, en ræktun landsins og notk-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.