Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1932, Page 15

Skinfaxi - 01.12.1932, Page 15
SKINFAXl 107 un vatnsaflsins cru takmörk, sein allir trúa að verði að nást, ef þeir vilja nokkrar breytingar. Og álíka miklu vill æskan breyta við sjávarsíðuna og i þorp- unum, þó að ég, sveitamaðurinn, fjölyrði ekki eins um það. Breytingarnar eiga að verða miklar og rót- tækar. Fólkið sjálft, atvinnuliættir, löggjöf og stjórnar- far, allt á að breytast. Afstaðan til feðranna verður misjöfn á slíkum tíma- mótum. Ástand það, sem nú ríkir, og æskan tekur að erfðum, verður þungur fjötur um fót henni í sköp- unarstarfi sínu. Sá fjötur bugar marga. Suma dregur hann svo niður í duftið, að þeir gleyma liugsjónunum og ganga af trúnni á vöxt lífsins. Aðrir sjá hvar lausn- in liggur, komast miklu skemmra en hugur stendur til, og líta með viðbjóði á þessar erfðir, sem tefja. Þá hryllir við tóttabrotum og stakkgörðum og atliæfi þeirra manna, sem báru saman hrakið útliey úr mýra- fenjum og moldarþýfi og tyrfðu svo yfir kúrurnar, bjuggu í dimmum torfkofum og beittu og brenndu skóga, svo að eyðing lilauzt af. Það er algeng saga, að torfærurnar, sem bíða undir vernd lúns gamla, verða meiri og þrálátari en þær virtust i fyrstu. Þá ber það við að þrekið brestur, móðurinn þverr og fjörið hverfur úr augunum, en eftir verður ekkert, eða þá beiskja til liðna tímans, sem skilaði af sér tor- færunum og vandræðunum óleystu. Þjóðernisstefna ungmennafélaganna miðar í aðra átt. Hún leilast við að treysta samband niðjanna við feð- urna. Hún vill gera fortímann að aflgjafa fyrir nú- tímann. Hún rekur til fortíðarinnar liagsældir nútíðar og framtíðar og þeim tengslum vill hún lialda sem bezt við. Hún vill, að liver maður eigi gróandi tryggð við þjóð sína í nútíð og forlíð. Þetta starf sitt reisir liún fyrst og fremst á skilningi. Henni er fengur í öllu, sem glöggvar slcilning okkar á þjóðlifi Islendinga áf liðnum öldum. Hún fær okkur til að líta um öxl og

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.