Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1932, Page 21

Skinfaxi - 01.12.1932, Page 21
SKINFAXI 173 vinna sig upp i sæmileg efni. Þessar vonir eru fyrir hendi; og það er unnið dyggilega að þvi að gera þær að veruleika, þrált fyrir það þótt litlar likur séu til þess að það lánist, séð frá hagrænu sjónarmiði. Annað dæmi mætti nefna, sem að vísu er annars eðl- is, en bregður þó allskýru ljósi yfir þetta viðhorf. Á síðustu árum liefir aðsókn að skólum þessa lands aukizt mjög; •— bæði almennum skólum og sérskólum. Næst lægi kannske að álykta sem svo, að alda þessi væri borin upp af þeirri miklu námfýsi og mennta- löngun, er með þjóð vorri býr. Vafalaust ræður það og nokkru hér um. En þó mun annar gerandi og öllu hagrænni liggja hér til grundvallar. Menntun — sér- slaklega hin svokallaða æðri menntun, veitir mögu- leika til þess að geta framfleytt lífinu á fyrirhafnar- minni og þægilegri hátt, en þeir eiga kost á, sem ekki eiga um annað að velja, en að krafsa sig áfram með vinnu lianda sinna, svo sem óbreyttir verkamenn, ein- yrkjabændur og margir aðrir þegnar þjóðfélagsins verða að sætta sig við. Enda verður ekki um það deilt, að þau störf, sem ekki krefjast mikillar líkamlegrar áreynslu, eru meira eftirsótt en önnur, er erfiðari þykja og ógiftusælli til mannvirðinga. Enda er ]>að líka und- antekningarlítil regla í okkar þjóðfélagi, að eftir því sem starfið utheimtir minna líkamlegt erfiði, því bet- ur er það borgað. Ávinnst því tvennt við að hreppa slik- ar stöður: Eyrirliafnarminna líf og hetri fjárhagsleg afkoma, sem svo aftur leiðir af sér meiri lífsþægindi og belra álit meðal borgaranna. Af því, sem hér hefir vcrið hent á, ætti að mega slá því föstu, sem almennri staðreynd, að unglingar, sem alast upp i alþýðustétt, þrá það að v i n n a s i g u p p ú r h e n n i á e i n h v e r n h á 11. Þeir þrá það, að lífið verði þeim þægilegra og fyrirhafnarminna en lif foreldra þeirra varð. Þeir þrá hetri fjárhagslega af- komu, meiri lífsþægindi og síðast en ekki síst meira

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.