Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1932, Side 22

Skinfaxi - 01.12.1932, Side 22
174 SKINFAXI álit og meiri virðingu fyrir augliti iiinna „betri borg- ara“. En slik virðing næst aldrei nema fyrir tilstilli framangreindra veraldargæða. Snauður maður, sem verður að neita sér um öll lífsþægindi, getur aldrei orð- ið mikils metinn. Hið mesta sem liann má vænta af hinum betri borgurum, er það að kennt verði í brjósti um liann og ofurlitill skammtur af meðaumkvun látinn i té út á vandræði lians, en þó því aðeins, að hann sé skikkanlegur og góður og sýni ekki neinn kala, eða ótuktarskap í þeirra garð. Óll liin veraldlegu gæði sjá börn hinnar fálæku al- þýðu i heimkynnum binna ríku. Þessi gæði verða tak- mark óska þeirra og vona. Slíkum gæðum vilja þau ná sér til handa, ef mögulegt er. Það breytir engu um vonir og óskir hinnar bjart- sýnu æsku, þólt sú staðreynd sé fyrir hendi, að lang- samlega mestur hluti liinnar uppvaxandi kynslóðar livers tima, hlýtur jafnan að verða dæmdur til að laka upp merki feðra sinna og mæðra og lifa sama tilgangs- lilla og þægindasnauða lífinu og þau lifðu. Hver kynslóð sem upp fæðist, elur í brjósti sér djarfar vonir og stóra drauma á meðan hún er ung og ókúguð af baráttunni fyrir daglegu brauði. Og þótt árin færist yfir og hin Iiarðvítuga lífsbarátta sé fyrir löngu búiu að sópa burtu öllum liugarórum um það að vinna sig upp úr hinni vinnandi stétt, lifir þó i hjört- urn flestra alveg fram í rauðan dauðann einhver óljós von eða þrá um það, að lakast megi með iðni, sparsemi og dugnaði að hrinda burt oki fátæklar og allsleysis, sem livíll liefir og hvilir á mörgum alþýðunnar börn- um eins og andstyggileg mara. Takmarkið verður þá: eitthvað örlitið bætt lífsskilyrði, svolílil þægiiuli fram yfir það allra frumstæðasta. En jafnvel þctta lága og að því er virðist auðsótta lakmark virðist í sorglega mörgum tilfellum verða býsna torsótt. Margir eru þeir, sem eftir liálfrar aldar látlaust strit standa jafnfjarri

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.