Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1932, Page 28

Skinfaxi - 01.12.1932, Page 28
180 SKINFAXI komast áfram, því skemmra lilýtur allur fjöldinn að komast áfram. Því meiri jarðnesk gæði, sem safnast á hendur hinna fáu, þvi snauðari verður fjöldinn af hinum sömu gæðum. Þótt það, sem nú hefir verið sagt, hafi verið sagt, þarf það ekki endilega að segjast líka, að núverandi þjóðskipulag sé ranglátt og því þurfi að breyta. Um það getur hver og einn haft sínar skoðanir. Hér er að- eins verið að skýra frá almennum staðreyndum, sem liggja svo í augum uppi, að ekki verður um þær deilt. Það kann þó að vera, að einhverir bregðist ókunnug- lega við þessum ummælum, en það er þá af því, að hér er um svo augljóst mál að ræða, að þeir veita því ekki athygli af þeim orsökum. Það er stundum svo að fólk tekur ekki eftir hinum allra hversdaglegustu hlutum nða viðburðum. T. d. taka fáir eptir tifinu i klukkunni sem Iiangir á veggnum, eða niðnum í bæjarlæknum. y Það er kannske rétl, áður en eg skilst við þetta mál, að lileypa flciri rökum undir þá skoðun, sem haldið hefir verið fram liér á undan, að óskir mannsins hníga fyrst og síðast í þá átt, að eignast sem mest af timan- legum gæðum. En vegna þeirra, sem frekar kjósa að beina augunum til fortíðarinnar, en kryfja viðfangs- efni nútimans lil mergjar, þykir mér rétt að sækja þessi rök nokkuð aftur í tímann. Á þeim árum, er íslenzka þjóðin lifði i sem mestri niðurlægingu, þróaðist með henni merkilcgur bók- mennlaþróttur. Það voru æfintýrin og þjóðsögurnar. Yið vitum það, að æfintýrin eru ekki annað en endur- skin af ófullnægðum löngunuin og innibyrgðum þrám þjóðar, sem ekki átti sér annars úrkostar en að draga fram lífið á ])ann allra frumstæðasta hátt að liugsast gat; þvi eins og kunnugt er myndast eklci þjóðsögur með þeim þjóðum, sem lifa fullkomnu menningarlífi.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.