Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1932, Page 32

Skinfaxi - 01.12.1932, Page 32
184 SKINFAXl ar frostið lierðir og hríðarnar grenja; þannig harðn- ar íslendingseðlið og færist í aukana æ því meir, sem fleiri og stærri erfiðleika er við að etja. Eins og jökullinn verður kaldur og miskunnarlaus, þegar vel- urinn situr í hásæti, þannig verður íslendingseðlið óvægið og miskunnarlaust, þegar ranglæti og kúgun sezt í valdasæti. Þá tekur Islendingseðlið upp har- áttuna móti rangsleitninni, unz yfir lýkur. En eins og jökullinn bráðnar fyrir hlýju sumarins og vl sól- arinnar, þannig bráðnar liarkan úr íslendingseðlinu, þegar erfiðleikarnir eru unnir, þcgar sól réttlætis og menningar er komin á loft. Þetta eru helztu þættir hins sanna Islendingseðlis, eða svo virðist mér jafnan, er eg les eða heyri frá- sagnir um bezlu menn þjóðarinnar að fornu og nýju. Eðli liverrar þjóðar eða skapgerð, ef hún er göfug og í samræmi við landið, er henni dýrmæt eign, því að skapgerð þjóðanna er undirstaðan undir lífsskoð- unum þeirra og lífsvenjum. Skapgerð tslendinga er göfug og í samræmi við landið. Því meiri þörf er íslenzkri æsku að varðveita sem hezt skapgerð feðra sinna, læra að skilja hana og meta gildi liennar. Við lifum á breylingatimum. Ný og ný áhrif bei'- ast okkur hvaðanæfa, og það fellur í hlut þeirrar æsku, sem nú er í landinu, að skera úr, hvað velja skal og hverju skal hafna. Því verður íslenzk æska að vera gætin, og má ekki gleyma þeirri áhyrgð, sem henni hvílir á herðum. Islenzk æska verður að vera fastheldin á forna siði, en þó um lcið að hafa jafnan vakandi auga á nýjum leiðum og nýjum hugsjónum. íslenzk æska á að vera eins og lækurinn, sem sí- fellt leilast við að iialda sínum gamla farvegi, liæta liann og aulca, en breytir honum þó jafnan í sam- ræmi við það umhverfi, er liann rennur um. Þannig

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.