Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1932, Qupperneq 33

Skinfaxi - 01.12.1932, Qupperneq 33
SKINFAXI 185 á íslenzk æska að lialda fast við liið bezta í skap- gerð feðra sinna, bæta það og anka, en þó um leið að gæta þess jafnan, að vera i samræmi við sinn tíma. Eg vil sérstaklega benda á tvennt i lífsskoðunum forfeðra okkar, sem okkur ber að varðveila. Það er áttliagaástin og drenglyndisliugsjónin. í orðinu drenglyndi er meira fólgið, en margur liyggur. Hver sá, sem er „drengur góður“, er ekki aðeins orðheldinn, heldur einnig lögblýðinn og sann- gjarn i dómum sínum um aðra menn og málefni. Hann er lika góður félagi, sáttfús við óvini sína, en Iijálpsamur við þá, sem bágt eiga, og hann er trúr hugsjónum sínum. Allt þetta skortir íslenzku þjóðina meir en skyldi, en þó einkum löghlýðni og sanngirni í dómum um menn og málefni. Því skal það, að verða „drengur góður“, vera það mark, sem hvert íslenzkt ungmenni á að setja sér og það mark, sem livert íslenzkt ungmenni á að ná. Náskyld drenglyndishugsjóninni er álthagaástin, því að livcr sá, sem er „drengur góður“, elskar ált- baga sína og ættjörð. Ást lil æskustöðvanna hefir jafnan fylgt þjóðinni, því að „röm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til“, segir hið fornkveðna.. En því miður virðist, sem átthagaástin sé í rénun með þjóðinni nú á seinni árum. Það sannar meðal annars hinn öri fólksstraumur úr sveitunum til kaup- staðanna. Það er að vísu sjálfsagt, að ungt fólk lileypi heim- draganum, litist um í landinu og kynnist þjóðlífinu frá sem flestum liliðum, jafnt til sjávar og sveita. Það er meira að scgja nauðsynlegt til þess, að cfla einingu með þjóðinni; gera ungt fólk fjölhæfara i liugsun og veita því betri og fjölhæfari skilning á fegurð landsins, sérkennum þess og gæðum.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.