Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1932, Qupperneq 37

Skinfaxi - 01.12.1932, Qupperneq 37
SKINFAXI 189 Að klæða landið. í fornum ritum er ]iess getið, svo sem kunnugt er, á landnámstið liafi landið okkar verið skógivaxið milli fjalls og fjöru. Allar þær aldir, sem liðnar eru síðan, hefir þjóðin keppst við að eyðileggja skógana, og það er ekki fyrr en á síðustu áratugum, sem um- skipti liafa orðið í þessu efni. Skógarleifarnar eru nú friðaðar með lögum, og talsverðu til kostað, svo að vaxa megi upp aftur „lundir nýrra skóga“. Það er auðséð, að hér er i mikið ráðizt. Það var •öldum saman verið að rýja landið skóginum, jafn hörmulega og raun ber nú vitni um. Það munu einnig liða aldir þangað til búið verður að græða liann við- imanlega upp að nýju. En fátt er hönnulegra en þessi gegndarlausa misnotkun feðranna á skóginum. Ef landið væri enn þá skógi vaxið eins og áður, væri liér margt með öðru móti. Flestir munu benda á það fyrst, hversu landið væri fegurra. Ljóst dæmi þess sjá menn víða, og eg vil leyfa mér að nefna eitt. Einhverjar hinar fegurstu sveitir hér á landi eru Fljótsdalsliérað; þar er jafnframt meira skóglendi en annarslaðar, og eykur það mjög fegurð umhverfis- ins. Á Eiðum á Fljótsdalsliéraði var mikill skógur fyrir nokkurum áratugum. Nú er sá skógur horfinn að mcstu. Aðeins hólmar nokkurir í vatni 2—3 km. frá staðnum eru skógivaxnir. Einn þessara hólma er mestur, og er hann að margra manna áLti fegursti staður á Austurlandi. Þarna úti í vatninu álti ráns- hönd mannanna óhægra um vik, en umhverfis vatn- ið er hver kolagryfjan við aðra og tala sinu máli. Skógarnir eru auk þess til mikilla nytsemda. Þeir hafa áhrif á veðráttuna með skjóli sínu og allur jurtagróður nær meiri þroska. Enda þótt löggjöfin hafi þegar gert nokkuð, sem

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.