Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1932, Side 38

Skinfaxi - 01.12.1932, Side 38
190 SKINFAXI stuðla má að endurgræðslu skóganna, er full ástæða fyrir menn almennt að vera vel vakandi í þessu efni og hlusta með áliuga eftir öllum þeim tillögum, sem að gagni geta orðið. Mikið má ef duga skal. Þvi fyrr sem nýir skógar prýða dalina og strendurnar okkar,. því hetra. Og áhugi margra góðra manna á þessu efni er hæði lofsverður og hvetjandi fyrir þá, sem enn eru tómlátir. Einn af liinum áhugasömu mönnum á þessu sviði er Guðmundur B. Kristjánsson kennari og skipstjóri. Hugmynd hans er sú, að í hverri sveit sé sveitar- stjórninni gert að skyldu að leggja til rúmgóðan blett, er vel sé til skóggræðslu fallinn, eftir þvi sem völ er á í liverju l>yggðarlagi. Sveitin skuli kosta til girðing- ar utan uin þetta svæði, en hverjum einasta unglingi sveitarinnar falið að gróðursetja eilt tré, t. d. um leið og íiann fermist. Þelta tré skidi hann svo annast meðan liann hefir tök á því, en græðlinginn skuli það opinbera leggja til. En umsjón með skóggræðslusvæð- unum yrði að sjálfsögðu að fela sveitarstjórnunum og yfirumsjón skógræktarstjóra ríkisins. Með þessu móti myndi liver sveit á skömmum tíma eignast laglegan trjágarð, og eftir nokkurar kynslóð- ir lieilan skóg. Svipaða aðferð hafði séra Sigtryggur Guðlaugsson, fyrrverandi skólastjóri alþýðuskólans á Núpi, og gafst vel. Á Núpi er nú prýðilegur trjá- garður, sem Skrúður heitir, og er hann árangur þess- arar viðleitni hins farsæla skólastjóra. Þetta cr athyglisverð tillaga og virðist vera tiltölu- lega auðvelt að koma henni í framkvæmd, enda er hún komin frá manni, sem ekki er neinn skýjaglóp- ur og hefir glöggt auga fyrir fegurð náttúrunnar. Eg vil biðja „Skinfaxa“ að flytja liana til íslenzkra ungmennafélaga og áhugasamra manna víðsvegar um land, til frekari athugunar, i þeirri trú, að hún

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.