Skinfaxi - 01.02.1934, Page 3
SKINFAXI
3
þeirra, er bezt kunna að túlka tilfinningar sinar, en
það er, eins og kunnugt er, skáldin. Steplian G.
Stephansson var sjálfsagður, sem konungur Vestur-
islenzkra skálda á sinni tíð, að verða fyrstur fyrir
valinu, en nú er sannarlega tími til kominn, að við
bjóðum drottningunni i heimsókn til okkar, en það
leikur alls ekki á tveim tungum hver það er; það
er frú Jakobina Johnson.
Frú Jakobína Jolmson er fædd 24. okt. 1883, á
Hólmavaði í Þingeyjarsýslu, dóttir Sigurbjönís skálds
Jóliannssonar frá Fótaskinni, er fluttist vestur um
haf 1889, og hefir Jakohína þá verið á 6. ári. —
Hún naut kennaramenntunar í Ameríku, en giftist
ung Isak Johnson byggingarmeistara, og eiga þau
mörg börn. — Frú Jakobina liefir snúið á enska
tungu rnörgum ágætustu Ijóðum skálda vorra, og
kynnt með þvi ljóðagerð vora öllum Islendingum
frarnar, og kemur flestum saman um, að þýðingar
hennar séu ágætar. IJún liefir og ort talsvert mik-
ið á íslenzku, þrátt fyrir sínar miklu annir og freni-
ur þröngan efnahag.
Á fimmtugsafmæli frú Jakobínu siðastliðið ár, var
hennar minnzt liér i íslenzka útvarpið oftar en einu
sinni, og íslenzk stjórnarvöld sæmdu liana Fálka-
krossi í virðingar og viðurkenningarskyni fyrir bók-
menntastarf hennar.
Það virðist liggja beinast við, að Landssamband
kvenna, Ungmennafélögin og Félag Vestur-Islendinga
hér í bænum beiti sér fyrir því í nafni þjóðarinn-
ar, að bjóða frú Jakobínu Jolmson hfeim í sumar, og
verði henni veittur sá beini, er það útlieimtir.
Fel eg Skinfaxa að l)cra þessa tillögu fram, og er
þess fullviss, að ef þessi þrjú félög sameinuðust um
að vinna að framgangi málsins, myndu þau hera það
fram til sigurs, og komast að raun um, að það starf
gerði þau hæði rikari, sterkari og sadli, — hæði ein-