Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1934, Side 4

Skinfaxi - 01.02.1934, Side 4
4 SKINFAXI stakliugana og fclögin, — eins og öll þau störf gera, er miða að því að veita öðrum gleði og verðskuld- aða þökk og viðurkenningu. Þórh. Bjarnarson. Vormenn VI. Systkinin á DrumhoMsstöííum. Þorfinnur Þórarinsson, Sigríður Þórarinsdóttir. Þorsteinn Þórarinsson, Guðríður Þórarinsdóttir. Þessi systkin voru sann-nefndir vormenn sveitar sinnar. Þau voru greinar af sterkum stofni og traust- iini, alin upp við holla og styrkjandi sveitavinnu, vön frá bernsku að neyta allra krafta, og vita að þess var þörf, en ekki beygð af skorti eða vonlausu strili. Fróðleiksþrá og lestrárlöngun ríkti á heimil- inu, og setti þegar i bernsku aðalsmark sitt á tal þeirra og bugsunarbátt. Ólík voru þau livert öðru á ýmsa lund, en ekki leyndi þó skyldleikinn sér og sama var andlega ættarmótið með ]teim öllum. Foreldrar þeirra voru Þórarinn Þórarinsson, bóndi á Drumboddsstöðum, og Gróa Þorsteinsdóttir kona bans. „Þórarinn var kominn í beinan karllegg af séra Einari Sigurðssyni i Eydölum (d. 1(52()), föður Odds biskups, en Gróa var komin í beinan karllegg frá Ormi Vigfússyni á Eyjum i Kjós (d. 1675, ()K ára), en í móðurætt var bún komin beint frá Högna. lögréttumanni Björnssyni á Laugarvatni (d. 1730), móðurbróður Finns biskups, en kona Högna var Ragn- JiiJdur Gunnarsdóltir, prests i Kálfliolti, Einarssonar sýslumanns á Felli i Mýrdal, Þorsteinssonar sýslu- manns í I’ykkvabæjarklaustri (d. 1665), Magnússon-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.