Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1934, Síða 5

Skinfaxi - 01.02.1934, Síða 5
SKINFAXI 5 ar í Stóradal í Eyjafirði, er var koniinn í beinan karllegg af Lofti ríka og Skarðverjum, og átti Þuríði Sigurðardótlur, prests á Grenjaðarstað, Jónssonar biskups Arasonar“*). Foreldrar Gróu bjuggu lengi á Drumboddsslöðum, og liefir nú sama a'ttin l)úið þar nær 130 ár. Þau Þórarinn og Gróa giftust 3. október 1879. Þór- arinn varð skammlífur, og dó liann á bezta aldri vorið 1893. Ekkjan lók sér ráðsmann og liélt áfram búskap með miklum dugnaði og fyrirhyggju, og bjó góðu búi til dauðadags. Þeim hjónum varð alls 9 barna auðið, og dóu 5 Iiin fyrstu kornung, en 4 hin yngstu komust til fullorðinsára, og eru það þau, sem bér verður minnzt að nokkru. Þorfinnur var fæddur að Drumboddsstöðum 20. marz 1884. Hann þótti snemma góðum gáfum gædd- ur og tápmikill til allrar vinnu. Frá uppvexti bans er fátt að segja. Hann ólst upp við svipuð kjör og önnur sveitabörn, vann allt það, er liann orkaði lieima fyrir, og fór til sjóróðra þegar er aldur og þroski leyfði. Ilaustið 1904 fór Þorfinnur til náms í Hólaskóla og dvaldi þar tvo vetur. Gekk Iionum námið afbragðs vel og vann sér álit og hylli bæði kennara sinna og skólabræðra. Mun og sizl ofsagt, að þessi skólavist hafi verið vegamót í þroskasögu bans. Má því og nærri geta, liver álirif það Iiefir á ungan mann, gáf- aðan, duglegan og næmgeðja, að dvelja í öðrum landsfjórðungi, og koma úr fásinni strjálbýllar sveit- ar, þangað, sem margt er um manninn og fjörugt félagslíf. Vist er um það, að Þorfinnur fann mátt- inn hjá sjálfum sér, og möguleika til framfara í sveit sinni, meiri en liann liafði dreymt um. Áður en hann fór að Hólum, liafði hann, utan heimilis, *) Dr. Hannes Þorsteinsson í „Lögréttu" IX. árg., bls. 217.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.