Skinfaxi - 01.02.1934, Page 28
28
SKINFAXI
Það var öllum ljóst, að ástandið var slæmt. Ósam-
ræmi í verðlagi olli misrétti og miklum erfiðleikum.
Allt fram til 1927 ber þó lítið á viðleitni þings og
stjórna að ráða bót á meinsemdunum. Það er hvergi
tekið fast á ncinu. Avinnuleysingjunum við sjóiun og
einyrkjabændunum er bent á einstaklingsframtakið.
En það hefir stoðað lítið. Það er eins og eittlivað vefj-
ist fyrir. -—- Ef til vill eru það aðstæður einstakling-
anna, Iieppni o. fl. Nei, i aðgerðaleysi þings og stjórn-
ar voru samvinnufélögin slylta og sloð bændanna —
þar sem Iiver studdi annan. 1927 verður allmikil
breyting á afstöðu þings og stjórnar til sveitanna. Þá
um fjögra ára tímabil eru gerð lofsvcrð átök (il um-
bóta fyrir sveitir landsins. Að þeim stóð Framsókn-
arflokkurinn með stuðningi jafnaðarmanna. Það er
vert að gefa þvi gætur, að þcssir umbótamenn stóðu
á sínum tíma framarlega í ungmennafélagsskapnum
bér á landi. Helzu umbótamálin voru: Héraðsskól-
arnir og sundlaugarnar, Byggingar- og landnáms-
sjóður og Búnaðarbankinn, auk mikilla framkvæmda
i vega- og brúagerð, símalagningu, bygging mjólkur-
búa o. fl. Þótt merkilegt megi lieita, var síður cn svo,
að stjórnmálaflokkarnir væru sammála um þessar
umbætur. Hinir lágu vextir Byggingar- og landnáms-
sjóðs voru nefndir ölmusur, stofnun héraðsskóla
óþarfi og vitleysa o. s. frv.
Það kom berlega i ljós í baráttunni fyrir þessum
umbótamálum, að álit og vilji stjórnmálamanna,
margra hverra að minnsta lcosti, var takmarkaður af
þröngsýnum hagsmunum einstakra flokka og stétta.
Það kom berlega í Ijós, bvað fulltrúar þjóðarinnar
eiga oft erfitt með að líta yfir þjóðmálin frá hærri
sjónarmiðum, sjónarmiðum alþjóðar. Það ber meira
á hrossakaupum og fálmkenndum handabófsverkum,
beldur en skipulagsbundnum átökum til bjargar at-
vinnumál um þj óðarinnar.