Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1934, Page 30

Skinfaxi - 01.02.1934, Page 30
30 SKINFAXI hinnar frjálsu samkeppni virðist hollt, að því séu nokkur takmörk sett. Lengi vel voru liér á landi aðeins embættismanna- skólar. Alþýða inanna fór á mis við nauðsynlega fræðslu. Einkum fór þetta að vera áherandi, þegar l'ólksfæð og fleiri breytingar gerðu ýmiskonar lieim- ilismenningu erfiðara fyrir, og kyrkingur kom i fé- lagslifið. Erfitt var að stunda nám við skóla kaup- staðanna, vegna dýrtíðar. Enda má segja, að námið þar var fremur sniðið við þarfir emhættismannanna en alþýðu. Búnaðarskólarnir, auk eins eða tveggja unglingaskóla, voru þeir einu skólar, sem æska sveit- anna átti kost á að sækja. Sjá allir, hve það er ófull- nægjandi. Af þessari þörf verða héraðsskólarnir og sundlaugarnr til. Nú eigum við sex myndarlega al- þýðuskóla, með hýsna miklum möguleikum til að mennta æsku sveitanna í samræmi við lifsbarátlu hennar, og allmargar sundlaugar víða um landið. Sá maður, sem ötullegast hefir barizt fyrir þessum málum og auknuin skilningi á alþýðufræðslunni í landinu, er Jónas Jónsson fyrv. ráðlierra og um eitt skeið meðal áhrifamestu foringja ungmennafélag- anna. Unga fólkið liefir fjölmennt í þessa skóla. Efast eg' ekki um, að þar hefir verið unnið í samræmi við tilganginn, búa fólkið undir lífið, auka þekkingu þess og víðsýni og þroska félagshyggju — að ógleymdu auknu lireinlæti og líkamsmennt. En þrátt fyrir það er ekki að öllu leyti náð tilgang- iuum. Þessir skólar áttu að vera fyrir sveitirnar. Frá þeim álti unga fólkið að koma, hertýgjað til lífsbar- áttunnar, stofna heimili i sveit, vera fært til að lifa fyrirmyndar heimilislifi, ötult atorkufólk í fram- kvæmdum, stoð og stytta í menningarbaráttu liéraðs síns. En i allt of mörgum tilfellum fór unga fólkið ekki lieim aftur. Lifsþægindi skólanna — félagslifið

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.