Skinfaxi - 01.02.1934, Page 41
SKINFAXI
41
Ef heilsuleysi og Helja
þar hafa lagt sín ráð,
þá verður vænst að velja
sér vernd í drottins náð.
Þú varst svo ör og ungur,
með æskumannsins þrótt;
en dröttins dómur þungur
hér degi bregtti’ í nótt.
Við vorum öll að v o n a,
— við væntum góðs af þér, —
en, svarið varð þá svona,
er sijna tárin liér.
Svo kveðjum við þig, vinur,
—- því víl ei stoðar hót.
Þú ungi efnis-hlynur,
af óðalsbóndans rót. —
Einn ástargeisli góður
í gegnum tár vor skín:
Þín s aknar grund óg gróður
og gjörvöll sveitin þín.
Þ. R.
U. M. F. I.
Ungmennafélögin hafa fclll niður gamla bindindis-
lieitið. Þau liafa sleppt skuldbindingarskránni sinni
með stóru, fallegu orðunum, bar sem menn lofuðu og
lögðu við drengskap sinn. Persónulegt heit hvers ein-
staks manns um áfengisbindindi er ekki lengur inntöku-
skilyrði. Síðasta sambandsþing nam þessi gömlu fyrir-
mæli úr gildi.
En hvað er komið í staðinn?