Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1934, Side 44

Skinfaxi - 01.02.1934, Side 44
44 SKINFAXI í sumum féiögunum. Það liafi ekki verið fært að hreinsa til, og því liafi orðið að síeppa vínbindindi sem inntöku- skilj'rði í U. M. F. í. Um það skal eg ekki deila hér. En eg mótmæli því, að þetta hafi verið gert. Lesið aðra grein sambandslaganna og spyrjið ykkur sjálf: Er það bindindisfélag eða ekki, sem hefir þessa stefnuskrá? Eru það bindindismenn eða ekki, sem játast undir slík fyrirmæli? Eg segi ykkur, að önnur grein sambandslaganna er mér sama og drengskaparheit. Eg tel U. M. F. skilyrðis- laus bindindisfélög, og alla félagsmenn skylda að lialda slíkt bindindi. Eg er ekki einn um þá skoðun. Allir stjórnendur Héraðssamhands U. M. F. Veslfjarða liafa hiklaust lesið 2. grein með þessum skilningi. Og mér kemur það á óvart, ef ungmcnnafélagar á Vestfjörðum standa ekki að þeim skilningi, traustir og einhuga. Það er hugsanlegt, að það sé vegna þess, að þeir liafi borið hrcinni skjöld í áfengismálum en aðrir ungmennafélag- ar yfirleitt. Eg dæmi ekki um það. En eg vona, að viða um land liafi þorri ungmennafélaga sarna skilning á 2. grein og við Vestfirðingar. Ungmennafélagi! Þegar þú lest þessar línur, þá vildi eg gela liorft í augu þér upp af blöðunum. Eg vildi vita. hvernig þú hugsar um bindindið í U. M. F. Hefir þú ekki manndóm til þess að játa, að þau séu bindindis- félög? Hefir þú ekki drengskap til þess að viðurkenna, til hvers þau ætlast af þér? Gelur þú svo ekki sagt eins og Kolskeggur: „Hvorki mun eg á þessu níðast, né nokkru því, sem mér cr til trúað.“ Guðm. Ingi Kristjánsson.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.