Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1934, Side 46

Skinfaxi - 01.02.1934, Side 46
46 SKINFAXI jarSartætla var orðin eins og lifandi hold. Gróandinn teygði fingur upp úr allri mold, rétti hendurnar upp i sólskinið. Þetta gróðurgræna næli, sem tognaði og giídnaði á örfáum dögum. Svo komu hnappar, pínu hnappar, sem opnast eins og sofandi augu, eins og brosandi augu, gul og brún og blá og alla vega. Allt úir og grúir af lifi. Iiver einasta tó með milljón lif. Loftið titrar af klið og kvaki, iðar og morar af' fugli og fiðrildum. Já, allt svona skínandi, lifandi, brosandi, hlæjandi. Svona var, þegar hún kom. Hún hver? Unga stúlkan úr kaupstaðnum, sem kom eitt kvöldið um 9-leytið og hét Rósa. Hún var mánuð í Innridal. „í sumarleyfi,“ sögðu menn, „í sveitinni eins og gengur og gerist.“ Það var nú svona með Iíósu: Kunnugir sögðu, að hún væri hálf þrítug. En sjálf gat hún ekki um það. En hvað um það. Ekki bar hún það með sér eins og sum- ar hinar. Síður en svo. Ilárið var þykkt, Ijósjarpt og stýft og fór fjarskalega vel. Ilún var mjúk í hreyfingum, með netta fótleggi og svo aðlaðandi um öklana, að Rögnvaldur — já, hvernig var það aniiars með Rögnvald? Honum varð strax undarlega starsýnt á öklana á Rósu, og reyndar meira en þá: Á hana alla. Og ekki var hún búin að vera nema viku í Innri- dal, þegar blóðið eins og tók kipp, eins og það rynni helmingi hraðara, ef Rósa leit á hann. Og sannast sagt, var hún ekkert að lilífast við því að líta á hann, stúlkan. Þetta voru heldur engin venjuleg augu: dökk-brún og eins og hiti í þeim. Svo var það einu sinni. Það var nú það fyrsta. Þarna rétt á cftir, á sunnudag um hádegið. Afmæli var, eða eitthvað því- líkt, eitthvað tilhald, og allt fólkið inni í stofu, 15 manns, sat þar og var að drekka kaffi. Þau sátu saman hlið við hlið að innanverðu við borðið, Rósa og Rögnvaldur. Hún snerti hann með handleggnum og öxlinni. Kaupamaðurinn, Þórður, sat hinumegin við hana. Rögnvaldur aðgætti hvort hún sæti eins nærri lionum. Nei, ekki var það. Einhver kitlandi fögnuður fer um liann, af þvi að það er hann sjálfur, sem Rósa kemur við með öxlinni, en ekki Þórður. Það næsta: Þau eru búin úr bollunum, eru öll búin en ekki þó staðin upp, eru eitthvað með hendurnar undir borðrönd- inni. Þá finnur hann allt í einu nokkuð. Ilann finnur hend-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.