Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1934, Side 47

Skinfaxi - 01.02.1934, Side 47
SKINFAXI 47 ina á Rósu, finnur að önnur hendin á henni er í lófa hans. Þessi litla, hvíta, nijúka flauelshendi er í lófa hans. Þarna er hún komin án þess hann vissi það, allt í einu, svona sjálf. Svona yndislega lítil og heit. Hann tekur utan um liana, þrýstir henni, heldur utan um hana, felur hana í lófa sínum. Rögnvaldur, drengurinn, verður hálf utan við sig. Það gerir ekki betur en hann viti livað þelta er. En Rósa talar, lilær og talar. Hún er að segja frá einhverju skemmtilegu. ,Tá, bros- ir og masar um alla heima og geima, hlær létt og hlýtt, þeg- ar við á, framan í hitt fólkið. Það er hún, sem kenmr glað- værðinni af slað við borðið. Síðan hún kom í Innridal hefir eins og lifnað og létt þar yfir öllum niönnum. Rögnvaldur getur ekki dulið það. Hann hitnar upp. í hon- um hefir kviknað eins og eldfimum kveik, sem logandi ljós er borið að. Svo fer fólkið út, unga fólkið. Út í sólskinið, út í blæinn, út í vorið. Rögnvaldur er í uppnámi, en sæll, léttur og heit- ur og sæll. Systur hans hitta hann sunnan við bæ, koma hoppandi og trallandi. Þær Hallgerður og Ilelga, fullorðnar stúlkur, 18 og 20 ára. Ekki þá lengi að lcomast á sporið. „Æhæ, hihi, ha,“ segir Helga. „Rósa og Rögnvahlur,“ söngl- ar Hallgerður, „hihi hæ, víst er hún lagleg. ,ía, þvílíkt. Ja hérna. Þú, lcrakkinn, byrjaður strax. Ertu elcki hissa, Helga?“ Það er sú sem heitir hinu nafninu. Svó fara þær trallandi eitthvað ofan gölur, skríkja sín á milli, ná i Rósu, draga hana með sér masandi, eitthvað ofan eftir götum. Svo heið og leið. Laugardagur kom. Rósa ætlaði að fara á sunnudaginn. Rögnvaldur hefir alltaf dregizt að henni meira og meira. Ilún er svo kát, einörð, létt og ræðin, og skilningsgóð. Hann hefir orðið skrafhreyfinn og talað við hana, jafnvel opinskár, og sagt henni allrahanda, ýmislegt það sem hann hefir eng- um sagt öðrum. Hann hlakkaði til að koma heim á kvöldin. Honum hlýnar um hjartað, þegar hann sér hana, og brosir. Nei, Rósa liefir ákveðið að fara á sunnudaginn. Heim til sín ætlar hún að fara, lil Akureyrar. Svo var liað á laugardagskvöldið. Rögnvaldur hefir dregið sig út úr. Hann er uppi á kvisti; á vesturkvistinum er hann. Hann les. Ekki her á öðru en hann lesi. Fótatak i stiganum. Rósa. Það stígur enginn svona niður nema hún. Fjalirnar

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.