Skinfaxi - 01.02.1934, Page 56
56
SKINFAXI
á því bezta, sem nú er að gerast í skólamálum al-
mennings. Þá verður brautryðjendastarf þcirra, sem
nú þreifa sig áfram í þessum málum sá bornstcinn,
sem reist verður á í framtíðinni. Það er því eklci
að ófyrirsynju, að taka til atliugunar það í slarfi
einstakra skóla, sem komið gæti að gagni i þeirri
leit að Iieppilegu og vaxtarhæfu skipulagi íslenzkra
skólamála, sem er að verða að brennandi ábuga-
máli allra bugsandi manna.
Starf skóla má telja tvennskonar: fræðslu og fé-
lagsstarf, þó að auðvitað sé, að ekki verða dregnar
skýrar línur þar á milii.
Frá starfi héraðsskólanna hefir verið töluvert
skýrt, bæði í skýrslum og ársritmn þeirra og í ein-
stökum ritgerðum.
En hér verður lítillega minnzt á Gagnfræðaskól-
ann á ísafirði. Siðastliðið vor hafði eg tækifæri
til að kynna mér lítið eitl starf þessa skóla af at-
hugun verkefna í ýmsum námsgreinum, er nemend-
ur skólans unnu, svo og viðtali við skólastjórann,
Lúðvig Guðmundsson. Ennfremur liefur borizt mér
í hendur skýrsla skólans yfir tvö fyrstu starfsár
hans, 1931—32 og 1932—33. Ilér verður stuðzt við
þessar heimildir í frásögn um skólann. Einkum mun
eg taka til athugunar það, sem mér finnst óvenju-
legt og athyglivert fyrir þá, sem að skólastarfi vinna
og þá, sem njóta þess, alla æsku þjóðarinnar.
í skólaskýrslunni er getið um markmið skólans,
samkvæmt lögunum, en það er: „að vcita ungménn-
um, scm lokið liafa fullnaðarprófi barnafræðslunn-
ar, kost á að afla sér frekari hagnýtrar fræðslu, bók-
legrar og verklegrar, gera þá nýtari þegna þjóðfé-
lagsins og hæfa til að stunda nám í ýmsum sér-
skólum“.
„Kennslu skal miða að því, að glæða námfýsi nem-
enda og koma þeim til að starfa á eigin hönd, og