Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1934, Page 61

Skinfaxi - 01.02.1934, Page 61
SKINFAXI (jl eldhús, fjögur licrbergi og hað. Nemendur unnu tölu- verí mikið að smíði hússins og lögðu á sig margs- konar erfiðleika. Tungudalur er fagur og lientugur staður til útilífs, hæði vetur og sumar. Undanfarna ívo vetur hefir skólinn lialdið uppi skíðanámskeiði þarna innfrá. Nú, þegar iiúsið er komið upp, má bú- así við að lilaupi nýr kraftur í úti- og íþróttalíf ís- firzkrar æsku. Eg tel þetta einn merkasta þáttinn í starfi Gagnfræðaskólans á ísafirði. íslenzk æska lief- ir löngum sólt hreysti, dirfsku og kjark í baráttuna við að ná „torsóttum gæðum“ úr skauti landsins. Margur má áreiðanlega þakka festuna og þrautseigj- una i skapgerð sinni þeirri glímu, sem hann á ung- um aldri háði við náttúruöflin og störfin, sem fvlgja sveitalífinu. Hin öra myndun kaupstaða og kauptúna hér á landi í seinni tið, er að breyta uppeldisskilyrðum íslcnzkra ungmenna. Göturölt og kaffihúsasetur, notkun víns og tóbaks, dregur úr þreki og vexti æskumanna, veiklar smátt «g smátt kynstofninni. Mörg kaupstaðarbörnin njóta að visu sumarins i sveit, en þetta er siður um ung- lingana. Skólafólkið, sem stundar nám 6—8 mánuði ársins, dvelur of margt allt árið um kring i kaup- stöðum. Það er einkum þetta fólk, sem þarf að fá tækifæri til að skipta á göturyki og tóhaksreyk og heilnæmu fjaílalofti. Allir skólar þurfa að leggja alúð við líkamsmennt og siðferðilegt uppeldi. Fræðslu- og félagslíf skólanna þarf að liafa það að markmiði. Likamlega liraust og siðlega sterk æska, sem skil- ur kölluu sína, sjálfa lífsJjaráttuna í víðtækustu merk- ingu, þekkir land sitt og möguleika þess, er félags- Jega þrosltuð, glöggskyggn á andleg og efnisleg verð- mæti lífsins, — er liinn eiginlegi þjóðarauður, liam- ingja þjóðarinnar. Hlutverk sltólanna er, í æðslum

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.