Skinfaxi - 01.05.1943, Blaðsíða 18
20
SKINFAXl
ingarrdtli útiendinga; æðsta dómsvald íslenzkra mála
tekið úr höndum Dana og flutt inn í landið; auknar
strandvarnir undir eiginni umsjá; yfirlýsing Alþingis
1928 og 1937 um viðbúnað til sambandsslita þegar
eftir 1943; stofnun utanríkismálanefndar 1928, er síð-
an hefir starfað, o. fl.). Allt þetta var unnið á ár-
unum fyrir styrjöld (1919—1939) og flestallt með ein-
róma samþykki alls þingheims. Þing og þjóð var svo
einhuga um skilnaðinn að samningslokum, sem ver-
ið gat.
Áður lengra ræki komu til þeir atburðir, er gerðu
það knýjandi nauðsyn, að þjóðin tæki tafarlaust öll
sín mál i eigin hendur, nær því fjórum árum fyrr
en ella mundi. Eru þær athafnir svo aíkunrtar, að
ekki þarf að greina. Ilafa allir þingflokkar staðið
saman að þeim gerðum öllum og samþykktum á Al-
þingi fram að þessu sem einn maður, svo að algert
éinsdæmi er í sögu vorri til þessa, að þingið hafi
horið gæfu til að koma svo einhuga fram. Er þess
hin hrýnasta þörf og höfuðnauðsyn, að enginn full-
trúi íslendinga hviki frá seltu marki. Iljálpi að því
álíar hollvættir, því að hér er um helgasta og mikil-
vægasta mál þjóðarinnar að tefla.
Öllum þessum athurðum hafa ungmennáfelögin
telcið með einhuga fögnuði, sem vænta mátti. Um
það bera samþykktir ársþinga sambandsins bezt vitni.
í síðastliðnum júnímánuði héldu félögin 14. þing
sitt á Hvanneyri í Borgarfirði. Sótlu þangað 57 full-
trúar frá ungmennafélögum í flestum sýslum lands-
ins. Þar var rækilega rætt um endurreisn hins íslenzka
iýðveldis og því næst samþykkt einróma svofelld
tillaga:
„Fjórtánda þing Ungmennafélags fslands, haldið á
Hvanneyri 24. og 25. júní 19ú8, skorar á Alþingi og
ríkissijórn að halda fast við þær ákvarðanir, sem
þegar hafa verið teknar varðandi sjálfstæðismálið,