Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.1943, Side 6

Skinfaxi - 01.05.1943, Side 6
8 SKINFAXI fyrst og fremst kröfur til sín sjálfs. Hann aflaði sér f jöl- þætts þroska og menntunar að rækja störf sín og liug- sjónir og lagði síðan alla sál sína í störfin. llann var aldrei hálfvolgur, er skyldan var annarsvegar og liugð- arefnin og liann krafðist líka einlægni og áhuga af öðrum. Þótt störf Aðalsteins yrðu fjölþælt, var eining í þeim. Alltaf var hann kennarinn, hinn hugkvæmi og lærði. En hann var jafnframt leiðtoginn, þótt hann hæri ekki þá lign utan á sér. Frá lionum streymdi hlý skapandi orka. Orðlak hans var við hikandi og vantrúaða ung- linga: „Þú getur það, ef þú villl það.“ Ilann kenndi þeim, er nutu leiðsagnar lians, að finna sjáll'a sig, mátt sinn og manndóm. Er nemendur hans sáu hann fórna og starfa, urðu þeir við það betri menn. Orð Aðalsteins voru sjaldan mörg, en handtakið var hjartanlegt og hlýtt. Ilann var liinn óbrigðuli vinur. Mér hefir verið falið að hera fram þakkir. Eg á að þakka fyrir Iiönd annarra, sem á þó sjálfur meira að þakka en orð fái lýst. Uppeldissonur lians þakkar sér- staklega. Annars þarf ekki að flytja hér margorðar þakkir. Við skulum þakka, vinir og lærisveinar, með því að minna á hann í lífi og störfum. Aðalsteinn var ekki frábær kennari í kristnum fræð- um. Þó liafði hann eill sinn orð á, að sig langaði að semja námsbók í kristinfræði. Um trúarlif hans verður hér fált eitt sagt. Víst var, að hann dáði Jesúm Krist, en hmdarfar hans var þannig, að hann átti erfitt með að láta í ljósi viðkvæmar tilfinningar, og hefði hann tæpast talað um trú sína, og því réttast að aðrir láti það einnig vera. Þess skal aðeins getið, að varast bar vt) talva Aðalstein bókstaflega, er viðkvæm mál bar á góma, hann faldi oft tilfinningar sínar í umbúðum gáska, sem ókunnugir gátu jafnvel lmeykslast á. Líf Aðalsteins var af rót mikillar trúar. Hann helgaði sig vextinum, vöxturinn var og verður hans eilífa hf.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.