Skinfaxi - 01.05.1943, Blaðsíða 22
24
SKINFAXI
ur, heldur anar áfram hirðulaus um liag sinn og hætti,
herst hann að jafnaði með straumnum niður á við og
getur fyrr en varir skolazt niður á neðsta stig mann-
félagsins.
Þróunin í þjóðfélaginu hefur stefnt i þá ált nú um
alllangt skeið, að fólkið hverfi úr sveitum, landsins,
einkum unga fólkið, og leiti sér að atvinnu í þéttbýl-
ir,u við sjóinn. Þeir eru margir, sem telja það ekki
lengur yndisorð að annast blómgaðan jurtagarð. Or-
sakir þess eru af ýmsum toga spunnar. Æskumaður,
sem gæddur er lieilhrigði og nokkrum kjarlci, hefur
marga möguleika til að velja um. Nú um sinn er næg
atvinna á mölinni. En ef æskan í sveitum fylgir þeirri
stefnu að flýja moldina, sem gefur jarðargróðann, en
llykkjast á mölina, þá eru allar aðgerðir valdhafanna
um fjárframlög til viðreisnar í sveitunúm unnar fyrir
gýg. Atvinnuskilyrðin eru afar takmörkuð og ótrygg,
þar sem fjölmennið er nú mest, en milcið vantar á, að
möguleikarnir fyrir ræktun og umbætur í sveitunum
séu fullnýttir enn. Aðal orkulindir íslenzlcu þjóðarinn-
ar, fossarnir og jarðhitinn, eru einmitt uppi í sveitun-
um. Fullkomin hagnýting þeirra er undirstaða iðnaðar
og fjölhreyttari framleiðslu en áður hefur þekkst hér.
Hví skal þá ekki hefjast handa uppi í sveitunum, þar
sem þær hera þessar auðlindir i skauti sinu? Verkefni
æskunnar er að hyggja ofan á þann grundvöll, sem
eldri kynslóðin hefur lagt með starfi sínu, að reisa býl-
in, rækta löndin, ryðja um urðir braut. Þetta verkefni
er erfitt og krefst nokkurra fórna. En æslcunni er einnig
gefið þelta fyrirheiti: Sérlu viljug svo mun höndin sigra
hverja þraut.
En unga fólkið fullnægir hvergi þrá sinni með störf-
unum einum. Það þráir mannfagnað, alveg eins sveita-
æskan eins og kaupstaða. Að þessu leyti standa sveitirn-
ar höllum fæti gagnvart kaupstöðunum, nema liinir
ungu menn í sveitunum hafi manndóm til þcss og mátt