Skinfaxi - 01.05.1943, Blaðsíða 72
74
SKINFAXI
staðabökkum í Landeyjum í júnímánuði. íþróttamót Einherja
í Vopnafirði á Vesturdalsárbökkum í VopnafirSi 18. júlí. —
íþróttamót Umf. Snæfell í Stykkishólmi og Umf. Reykdæla
i Reykholtsdal i Stykkishólmi 22. ágúst.
Ferðir íþróttamanna.
Iþróttafélög úr Reykjavík fóru í allmargar ferðir út um
landsbyggðina á síðastliðnu sumri, ýmist lil aS sýna leikfimi
eða keppa við heimamenn í ýmsum íþróttagreinum. Eru þess-
ar ferSir velþegnar út um landið og mjög líklegar til þess
að auka íþróttaáhugann.
Glímufélagið Ármann fór tvær ferðir til Norðurlands. Glímu-
flokkur fór um miðjan júní. Sýndi hann glímu á fjölmörgum
stöðum, ailt norður í Þingeyjarsýslu. Fimleikaflokkar, bæði
karla og kvenna, fóru mánuði seinna á svipaðar slóðir. Stjórn-
andi þeirra var Jón Þorsteinsson íþróttakennari.
Knattspyrnufélag Reylcjavíkur fór um miðjan júlí til Norð-
ur- og Auslurlands, með fimleikaflokk og íþróttamenn. Var
komið við á mörgum stöðuni. M. a. kepptu þeir við Ungmenna-
og íþróttasamband Austurlands í Neskaupstað á íþróttamóti
11. júlí. Stjórnandi fimleikaflokksins var Vignir Andrésson
íþróttakennari.
Framhaldsnám íþróttakennara.
Tveir íþróttakennarar af íþróttaskóla Björns Jakobssonar
fóru sífastl. sumar til framhaldsnáms i Ameriku. Eru það
þau Sigríður Valgeirsdóttir, Reykjavík, og Bragi Magnússon,
Akureyri. Njóta þau styrks úr íþróttasjóði.
íþróttanefnd ríkisins
hefir nýlega verið skipuð af kerinslumálaráðherra til þriggja
ára, samkvæmt íþróttalögunum. Eiga sæti í henni Guðmundur
Kr. Guðmundsson skrifstofustjóri, skipaður án tilnefningar,
og er hann formaður nefndarinnar, Daníel Ágústínusson rit-
ari U.M.F.Í. og Kristján L. Gestsson gjaldkeri Í.S.Í. Eru þeir
skipaðir samkvæmt tilnefningu sambanda sinna. Aðeins for-
inaður hefir áður átt sæti í nefndinni. Hinir koma í stað
Aðalsteins heitins Sigmundssonar og Benedikts G. Waage. Ung-
frú Rannveig Þorsteinsdóttir gegndi störfum í nefndinni eftir
lát Aðalsteins Sigmundssonar.