Skinfaxi - 01.05.1943, Blaðsíða 25
SKINFAXI
27
Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi:
IV. íþróttaþáttur.
LANGSTÖKK.
í langstökki er þýðingarmest að geta tamið atrennuskrefin,
svo að þau veiti líkama stökkvarans sem hraðast framsvif,
komi stökkfætinum í sem haganlegasta spyrnuaðstöðu, til þess
að spyrna líkamanum i loft upp og síðast en ekki sizt til
þess að skrefin séu það leikandi töm, að þau geti þegar, er
stökkfótur nemur við stökkplankann, hreytzt i svifskref, svo
að eftir að stökkvarinn hefur spyrnzt í loft upp og svífur
áfram, virðist hann hlaupa í loftinu.
Skrefhreyfingin i loftinu byggist á því, að „halda sem lengst
í“ spyrnu uppstökksins og framsvif tilliaupsins, og að koma
útlimunum í hagkvæmustu aðstöðu við bolinn, þegar stökkv-
arinn fer að falla til jarðar. Þvi betri atrennu sem stökkvar-
inn nær og meiri hraða, því lengra framsvif. Því betri spyrnu-
aðstöðu, sem stökkvarinn temur sér, þvi kröftugra uppstökk,
hærra svif og lengra.
Samtvinnun þessara tveggja krafa — framsvifs (hraða) og
spyrnu (uppstökks) — er hið þýðingarmesta og þvi þau at-
riði, sem æfa verður oftast og rækilegast, svo að langstökk
verði fagurt og leiði af sér ánægju og árangur.
Margur, sem sér svifskref (stökkskref) æfðs stökkvara, hygg-
ur þau aðalalriði íþróttarinnar, en slíkt er firra ein, því að
svifskrefin eru framkvæmd lil þess eins, að stökkvaranum
verði sem mest úr hraða og spyrnu.
Atrennan: Fyrir byrjendur. Stökkvarinn skrefar 28 skref
frá stökkplankanum. Stökkfæti er stigið á plankann og hann
lýkur 28. skrefinu og sá staður merktur. Stuttu skrefi aftar
Mynd 1. Atrennan hafin.