Skinfaxi - 01.05.1943, Blaðsíða 32
34
SKINFAXI
Forseti U.M.F.Í. sr. Eirikur J. Eiríksson setur landsmótið.
Fánaberinn er Guðmundur Ágústsson, glímukonungur. — AS-
eins lítill hluti mannfjöldans sést.
bezti íþróttavöllur á landinu. Áhorfendur skipuSu sér viS
hann á tvo vegu, aS vestan og norSan.
Þegar komið var á íþróttavöllinn, setli forseti U.M.F.Í., sr.
Eiríkur J. Eiriksson, landsmótið meS snjallri ,rœðu. Bauð hann
íþróttamenn og gesti velkomna og vænti þess, að mólið, í hinu
fagra og sögufræga héraði, mætti verða íþróttalífi landsmanna
mikil hvatning. Fórnir þær, sem íþróttamennirnir færðu, með
því aS sækja landsmótið um langa vegu, á tímum dýrtíðar og
mikillar atvinnu, hæri glæsilegt vitni um myndarskap og óeig-
ingirni íslenzkrar æsku.
Að ræðunni lokinni hófst undirbúnings íþróttakeppni i
hlaupum, köstum og stökkum. Fóru venjulega tvær greinar
fram samtímis. Milli kl. 12 og 13,30 var malarlilé, en að því
búnu hófst iþróttakeppnin á ný og var þá keppt til úrslita
í nokkrum íþróttagreinum. Lauk keppni dagsins á 6. tíman-
um með sundi. Það var þreytt i 25 m. langri sundlaug, kaldri,
sem hlaðin var úr snyddu næstu daga fyrir mótið við læk-
inn sunnan við fimleikahús skólans. Upp af lauginni sunnan