Skinfaxi - 01.05.1943, Blaðsíða 24
26
SKINFAXI
Æskan þarf ávallt að eygja eitthvert mark til að keppa
að, eiga hugsjón i starfi sínu. Mannfagnaður veitir þvi
aðeins hamingju og farsæld, að liann sé samboðinn
hæfileikum aðilans og þroska, efli persónulega menn-
ing. Annars verður útkoman blátt áfram hörmuleg.
LJngmennafélag íslands hefur frá öndverðu liaft á-
kveðið takmark fyrir augum og svo er enn. Það er
ræktun lýðs og lands. Markmiðið er:
„Ungra krafta og gáfna glæðing
göfgi í hugsun, verki, list.
Islenzk þjóðar-endurfæðing,
ísland frjálst — og það sem fyrst . ...“
Þetla er helg og háleit Iiugsjón. Þetta markmið á að
vera sameiginlegt leiðarljós íslenzkrar æsku, hvort sem
hún hýr við sjó eða í sveit, og ungmennafélögin alls-
herjar félagsskapur hennar. Saineiginleg sókn að þessu
marki megnar að glæða lífsgleði okkar og starfshvöt,
efla samheldni okkar, hvessa viljann, skerpa skiln-
inginn á hlutverlci okkar og gildi starfsins. Þar sem
ungmennafélagsskapurinn hlómgast bezt, veitir hann
ekki aðeins lífsgleði um stundarsakir, heldur mótar
og varanlega það viðhorf mannsins. Fyrir því er slík-
ur félagsskapur varanlegur orkuvaki.
Páll Þorsteinsson.
Héraðskennarar.
Stjórn U.M.F.Í. vinnur að pví við héraðssamböndin að þau
ráði sérstaka héraðskennara eða tvö nágranna sambönd geri
það í félagi. Verkefni héraðskennaranna yrði: Að skipuleggja
íþróttakennsluna með þeim kennslukröftum, sem til eru í
hverju héraði, kenna sjálfir og gera tillögur um aðra kenn-
ara, eflir þvi sem þörf er á, hafa forgöngu um undirbúning
íþróttamóta og stjórna þeim o. m. fl. Líkur eru til að nokkur
héraðssambönd taki þessa skipan á íþróttamálunum upp á
næsta ári.