Skinfaxi - 01.05.1943, Blaðsíða 20
22
SKINFAXI
Páll Þorsteinsson alþm.:
Orkuvakinn.
Samkvæmt frásögn
Gamla testamentisins
var í öndverðu mælt svo
fyrir um framtið
mannsins: I sveita þíns
andlitis skaltu brauðs
þins neyta. Þótt allt sé
nreytingum liáð, kemst
mannkynið aldrei hjá
að hlita þessum fyrir-
mælum. Lífið er bar-
átta, krefst álaka, skap-
ar óumflýjanlegt erfiði
likama mannsins og sál.
llver maður þarf endur-
næringar vegna áreynsl-
unnar. Ilann þarf si-
fellt að notfæra sér og njóta þess, sem styrkir liann,
vekur orku hans og örvar. Þörfum líkamans sjáum við
borgið með fjölbreyttri og hollri fæðu, og eigum við Is-
lendingar því láni að fagna að liafa gnægð af góðum
mat.
En maðurinn lifir ekki á einu saman brauði. Hugur
vor ræður athöfnum líkamans. Allir vinnandi menn
vita, hvað það skiptir miklu með hvernig liug verkin eru
af hendi leyst, livort unnið er með ánægju og fjöri eða
deyfð og drunga.
Þelta Jiefir verið þelrkt og viðurkennt um aldaraðir.
„Snauður verður sá, er með liangandi hendi vinnur,
en auðs aflar iðin hönd“, segir Solómon. „Hálfr es auðr
und livötum“, segir liöfundur Hávamála. „Hugur ræð-