Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1951, Page 2

Skinfaxi - 01.04.1951, Page 2
2 SKINFAXI — Starfið er inargt en eitt er bræðrabandið, boðorðið hvar sem þér í fylking standið, hvernig sem striðið þá og þá er blandið það er: Að elska, byggja og treysta á landið. Þá mun sá Guð, sem veitti frægð til forna fósturjörð vora reisa endurborna. Þá munu bætast harmasár þess liorfna, hugsjónir rætast. Þá mun aftur morgna. Þannig kvað góðskáldið Hannes Hafstein, og á líka strengi slógu aðrir ljóðmæringar aldamótanna. Æsku- lýður landsins tók undir og hóf tafarlaust baráttuna til lausnar hinum mörgu verkefnum, sem biðu vinnandi handar og vaknandi huga. Hann skildi vel, hversu mjög á hann var treyst til skjótra átaka og djarfrar athafnar og hverjar kröfur ættjörðin gerði yfirleitt á hendur honum um uppbyggingarstarfið og þá ekki sízt að því er horfði til baráttunnar fyrir fullkomnu sjálfstæði þjóðarinnar. Unga fólluð tókst að sínu leyti á hendur forustu um málefnin á áður óþekktum félags- legum grundvelli og skóp með sér styrk samtök um land allt. Var af svo eldlegum áhuga tekið á verkefn- unum, að slíks munu fá dæmi með oss. Að sjálfsögðu fór starfsemin eftir ýmsum og oft ólíkum farvegum, en eigi að síður sameinaðist hún að lokum í einni elfu, sem har með sér l'rjómagn og gróðurkyngi hvarvetna um lendur hins þjóðfélagslega athafnasviðs. I dag, á hátiðarstund, er rétt að hafa i huga sögu ungmennafélaganna á upphafsskeiði og raunar á hún að vera hverjum góðum Islendingi nærtæk og ætíð hin hugstæðasta. Og ungmennafélögum er það ekki aðeins nauðsyn, heldur og einnig skylda, að halda hinni björtu fortíð ungmennafélagastarfsins á lol'ti og vita það, að því aðeins verða skrefin stigin fram á við til góðs, að fulls samræmis kenni við hana. Auk þess verður að telja, að eigi hafi í annan tíma

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.