Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1951, Síða 27

Skinfaxi - 01.04.1951, Síða 27
SKINFAXI 27 Mat á hestum. — - kúm. — - fé. — - þunga (t. d. steins, trjábols). — - landspildu. — - uppskeru (t. d. kartöflum). Framreiðsla og búnaður borðs. Lokræsagröftur. Plæging með dráttarvél. Sláttur með dráttarvél. Dráttarvélaakstur. Gróðursetning skógarplantna. í gögnum þeim, sem ég hef undir höndum, eru nákvæmar lýsingar á því, hvernig keppni í hverju þessara atriða er háttað, og hvernig afköstin, nákvæmnin og þekkingin er metið til stigs. Mér fróðari menn um þessi landbúnaðarstörf verða að taka að sér að þýða og staðfæra þessi gögn, svo að þau komi okkur að gagni. Taki ungmennafélögin lil við keppni í starfsgreinum, þarf þegar frá uppliafi að búa svo um hnútana, að þessi viðleitni verði ekki kák eitt eða það að sýnast, heldur mótist af festu, þekkingu og framtaki, svo að viðleitnin verði sannkallað „trú- boð“, og áhrifa gæti inn í liið daglega líf. Tökum óhikandi, en þó með varfærni, til við keppni og sýningar i starfsíþróttum til eflingar á starfi ungmennafé- laga, virðingu á vinnunni og trú á landið. Leitum samvinnu um þessi mál við Landbúnaðarráðuneytið, Búnaðarfélag íslands, Landssamband bænda og einstök bún- aðarfélög og búnaðarsamtök. Til keppnanna og sýninganna verður æft við hin daglegu störf. Keppnir og sýningar settar á svið á mótum einstakra félaga, mótum tveggja eða fleiri félaga, héraðsmótum og jafn- vel landsmótum U.M.F.Í. Þá er ágætt tækifæri að koma þessu að, þegar stofnað er til landbúnaðarsýninga. Okkur ætti að takast að standa fyrir slikum keppnum og sýningum, eins og okkur hefur tekizt með íþróttirnar, en eitt verðum við að leggja áherzlu á, og það er að láta mótin ganga vel, útrýma hangsinu og silaskapnum, sem allt of viða einkennir mótin hjá okkur, til stórra óþæginda fyrir kepp- endur, til enn meiri leiðinda fyrir áhorfendur og til skaða fyrir málefnið. Vegna þess að mér er kunnur áliugi ungmennafélaga á því að hefjast handa með starfskeppni þegar i sumar, þá leyfi ég

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.