Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1951, Síða 32

Skinfaxi - 01.04.1951, Síða 32
32 SKINFAXI ir formann félagsins, sem heitir Uni danski. Var þetta fyrsti þáttur leikritsins og gerist í höll Haralds hárfagra. Var þetta öðrum þræði skrautsýning, en að hinum snjöll lýsing á hirðlífi þeirra tíma, og voru þar fluttar drápur, eins og vera bar, afbragðs vel gerðar. Leikþætti þessum var mjög vel tekið af hinum mörgu samkomugestum. Itvikmynd var sýnd af lands- móti U.M.F.Í. á Hvanneyri 1943. Nokkrir boðsgestir sátu samkomuna og fluttu þessir ræður: Ingimar Jóhannesson, kennari, sem jafnframt afhenti félaginu borðfána að gjöf, Daníel Ágústínusson, sambandsritari U.M.F.Í. og Sigurður Greipsson, formaður Héraðssambandsins Skarp- héðins. Samkvæminu stjórnaði Vigfús Jónsson, oddviti, sem verið hefur einn af forvígismönnum félagsins frá upphafi. Að lokum var dansað lengi nætur. Samkoman var hin ánægjulegasta í hvívetna og lofaði góðu um framtíð þessa félags, sem svo oft hefur starfað með sér- stökum myndarbrag. D. Á. Guðmundur Þórarinsson, kennari, Eyrarbakka: ( AFIV8ÆLISLJÓÐ á 30 ára afmæli U.M.F. Eyrarbakka. Komum saman, syngjum ljóð, seiðum til vor liðna daga. Hérna vonavígið stóð, vörður sínar æskan hlóð, — hér var unnið margt af móð, minningarnar geislum braga. Komum saman, syngjum ljóð, seiðum til vor liðna daga. Minninganna mildur blær. merlar hlýtt um liðnar stundir. Æskan björt er öllum kær, unaðsfagurt vorið hlær, helgum töfrum hjörtu slær himinbjartir vona lundir. Minninganna mildur blær, merlar hlýtt um liðnar stundir.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.