Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.07.1952, Side 6

Skinfaxi - 01.07.1952, Side 6
54 SKINFAXI í þeim, því að mér færai'i menn gengu þar fram fyrir skjöldu og vörðu mitt mál. Þegar umræðurnar höfðu náð hámarki og allt virtist ætla að fara i bál og brand, tilkynnti fundarstjóri að merkilegt mál lægi fyrir fundinum og allt mætti ekki lenda í þessu rifrildi. — Var þá umræðum slitið án ályktunar. Frk. Inga Lára Lánisdóttir kvaddi sér þá hljóðs og hóf mál sitt á því, að vestur við Klettafjöll i Ameríku væri eitt mesta stórskáld Islendinga, Stephan G. Stephansson, sem aldrei hefði Island séð síðan hann flutti frá Islandi með foreldrum sínum 19 ára gamall. Fór hún siðan nokkrum orðum um fegurð og gildi ljóða hans. — — — Skýrði hún frá þvi, að fyrir nokkru liefði birzt smágrein í Skinfaxa, blaði U.M.F. Islands, þar sem sú tillaga var borin fram, að U.M.F. Islands skyldi gangast fyrir því, að Stephani G. Steplianssyni yrði lioðið heim. — Greinina hafði skrifað Jónas Þorbergsson núverandi útvarpsstjóri, og var hann staddur þarna á fundinum, nýkominn frá Ameríku. — — Það var eins og þegar snögglega kyrrir eftir útsynnings brim. Fundarmenn voru allt i einu orðnir ein lilustandi heild. -— Hrifningin gagntók hugina, og tillagan var samþykkt með dynjandi lófataki. Einliver stakk upp á því að hefja þegar fjársöfnun. Samskotalisti var lát- inn ganga um salinn og á skammri stundu höfðu safn- ast 450 krónur. — Þetta var ekki stór upphæð — sízt á nútima mælikvarða, en skólafólk og unglingar höfðu færri krónur handa á milli þá en nú, og þegar tekið er tillit til þess, þá er þetta stór fjárhæð. — Nú var undirhúningurinn hafinn. Ungmennafélögin, eða nefnd kosin af þeim, skrifaði fjölmörgum félögum í bænum og óskaði eftir stuðningi þeirra við málið. Sex félög kusu nefndir til viðræðu við nefnd ungmennafélaganna, og á þeim fundi var kosin sjö manna framkvæmdar-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.