Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1952, Page 22

Skinfaxi - 01.07.1952, Page 22
70 SKINFAXI einstaklingana, kenna þeim að rækja skyldur sínar, hvernig þeir eigi að starfa saman og yfirleitt, hvern- ig þeir verði sem nýtastir borgarar í þjóðfélaginu. Að læra að vinna á þvi að vinna er vissulega góð og skemmtileg aðferð og kjörorðið. „Að bæta jiað bezta“, hvetur til vandvirkni og ástundunarsemi. En það er líka fleira. Á hverju sumri sýna þeir, sem framarlega standa í hverri grein, fyrst á 4-H sýningunum og sveitar- sýningunum og þeir, sem skara fram úr sýna síðan á fylkissýningunni. Þar eru valdir sigurvegarar í hinum ýmsu starfsgreinum. Oft eru veitt námsverðlaun en stærsti sigurinn er þó að fá að keppa við sigurvegara úr öðrum fylkjum Bandarikjanna á ársþinginu í Chicago og fá j)angað ókeypis ferð. Hin stóru félög og fyrirtæki í Bandaríkjunum taka þátt í starfinu, með því að veita verðlaun, venjulega eitt í hverri starfsgrein, og með því að gera þeim er ársjnngið sækja, dvölina ógleymanlega. Westinghouse félagið veitir t.d. 6 landssigurvegurum í heima rafmagnsvinnu 300 dala námsverðlaun, leysir þá út með gjöfum og kostar fex-ðir þeirra á þingið. International Hai'vester félagið verðlaunar 4 sigui- vegai-a í aukui'yrkju og 4 sigurvegara í frystingu mat- væla með 300 dala námsverðlaunum o. s. frv. Fáni 4 „H“ félaganna.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.