Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1952, Qupperneq 40

Skinfaxi - 01.07.1952, Qupperneq 40
88 SKINFAXI Þegar keppnin hefst eiga allir þátttakendur að hafa tekiö fram allan útbúnaðinn. Sé um blómskreytingar og servíettu- brot að ræða, skal slíkt gert í keppni. Þátttakendur byrja sam- tímis og dómarar fylgjast með, hvernig starfið gengur. Dæmt er um skipulagningu og reglusemi. Keppnin á ekki að mótast af safni af dýrum borðbúnaði og blómum. Það, sem máli skipt- ir er fyrst og fremst að skapa á einfaldan hátt ánægjulega mál- tið, jafnt hversdagslega sem við liálíðleg tækifæri. II. Stigatafla. 1. Starfsaðferð, fyrirkomulag .... 10x2 = 20 stig 2. Dúkur, servíettur ................ 10x1 = 10 — 3. Staðsetning diskanna.............. 10x2 = 20 — 4. Skreyting ........................ 10x2 = 20 — 5. Heildarsvipur .................... 10x3 = 30 — Samtals 100 stig III. Dómur. 1. Starfsaðferð, fyrirkomulag. — Dæmt er um niðurröðun og fyrirkomulag í starfinu, einnig framkvæmd sjálfs starfsins og góða reglu með borðbúnaðinn, þannig að hægt sé að leggja hann fljótlega og rétt á borðið. Þátttakendur mega ekki fara fleiri ferðir með hlutina en nauðsyn krefur og ekki setja fingra- för á borðbúnaðinn. 2. Dúkur, servíettur. — Hátiðlegt er að nota snotran dúk og fallegar servíettur en ódýr, smekklegur dúkur á að gera jafn kleift að öðlast sama stigafjölda, sé hann aðeins vel strokinn og rétt lagður á borðið. Dúkurinn verður að vera í samræmi við annað, sem á borðinu er, og sönmleiðis servietturnar, sem einnig þurfa að vera vel stroknar, og fer vel á að brjóta þær fallega, en samt sem áður einfalt og látlaust. 3. Staðsetning diskanna. — Jafnt á að vera milli allra disk- anna (ca. 50—60 cm.), og skal setja þá i beina röð við borð- brúnina. Silfur, gler og postulín á að vera tandur hreint. Glös- unum skal raðað eftir því sem á að nota þau, þannig að þau, sem fyrst á að nota, standi lengst til hægri. Hnífar, gafflar og skeiðar skulu sett í beina línu og raðað eftir því sem nota á. 4. Skreyting. — Blóm og kerti er algengasta borðskrautið. Blómin eiga að vera lágskorin, þannig að gestirnir verði ekki fyrir óþægindum af skreytingunni. Geti þátttakendur á ein- faldan hátt komið fram með nýjar hugmyndir i sambandi við borðskreytinguna, er að sjálfsögðu veitt aukastig fyrir það. 5. Heildarsvipur. — Dæmdur er heildarsvipur borðsins að

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.