Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.07.1952, Side 47

Skinfaxi - 01.07.1952, Side 47
SKINFAXI 95 Ritari Úlfljóts, Torfi Steinþórsson skólastjóri, Hrollaugs- stöðum, liefur i bréfi til U.M.F.Í. skýrt nánar frá, hvernig framkvæmd þessarar tillögu er liugsuð. Hann segir að keppni þessi eigi að vera tilraun til að efla félagsstarfsemina og þó einkum þjóðlega menningu æskulýðsins. Ákveðið liafi verið að byrja nieð keppni í bókmenntaþekkingu. Valdar liafa verið bækurnar: Piltur og stúlka og Gunnlaugs saga ormstungu. Er ætlast til að ungmennafélagarnir lesi þær yfir áður en keppn- in hefst. Þótti rétt að fara þannig af stað, að keppnin yrði sem flestum auðveldust. Þetta er þó keppni milli félaganna en ekki einstaklingskeppni. Nefndin semur siðan nokkrar spurn- ingar, þar sem spurt verður um eitthvað úr þessum tvcim sögum. Halda skal siðan fund í öllum félögunum, helzt sama daginn. Skal þá birta spurningarnar og skulu fundarmenn svara þeim skriflega. Reynt verður að stilla spurningunum það i hóf, að mikil likindi séu til, að flestir geti svarað þeim, ef þeir hafa lesið sögur þessar nýlega. Nefndin fer síðan yfir svörin og reiknar út stig félaganna. Þau verða fundin á þann liátt, að talin verða saman öll rétt svör, sem berast frá hverju félagi og síðan deilt í þá tölu með félagsmannatölu viðkomandi félags, þó að frádregnum þeim félögum, sem sannanlegt er, að séu ekki staddir á sam- bandssvæðinu þann dag, sem keppnin fer fram. Með þessu fyrirkomulagi hefur fámennt félag jafn mikla möguleika til þess að sigra í keppninni og það félag, sem fjölmennara er. Síðar væntum við að geta liaft bókavalið nokkuð þyngra. Ákveðið er að keppnin fari fram i marz. Skinfaxi mun síðar birta niðurstöður hennar. Hér er áreiðanlega um athyglisverða menningarstarfsemi að ræða, sem önnur héraðssambönd ættu að taka upp. Verði undirtektir héraðssambandanna almennar í þessu máli virt- ist eðlilegt að U.M.F.Í. efndi til samkeppni milli þeirra um einhver þau atriði, sem þægileg væru i framkvæmd. Stjórn Úlfljóts skipa nú: Aðalsteinn Aðalsteinsson Höfn, formaður, Torfi Steinþórsson Hrollaugsstöðum, ritari og Rafn Eiríksson Miðskeri, gjaldkeri. Norræna æskulýðsmótið í Vraa lýðháskólanum í Norður-Jótlandi 1.—7. júlí í sum- ar er nú undirbúið að fullu. Margir kunnir danskir fyrirles- arar, einkum prestar og kennarar, flytja erindi á mótinu um hin margvíslegustú efni. Meðal þeirra eru þessi: Listin og heimilislifið, æska og skáldskapur, sveitirnar og dönsk æska,

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.