Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1955, Page 16

Skinfaxi - 01.11.1955, Page 16
112 SKINFAXI Hátíðarsamkoma. Sunnudaginn 3. júlí var dagskráin með sama sniði og á laugardaginn, að mótssetningu undanskilinni: Lúðrablástur, skrúðganga, íþróttakeppni. En kl. 13,30 hófst hátíðardagskrá mótsins með guðsþjónustu. Pré- dikaði sr. Sigurður Stefánsson á Möðruvöllum í Hörg- árdal, en Kirkjukór Akur,eyrar söng, og lék Lúðra- sveit Akureyrar undir. Stjórnaði Jakob Tryggvason bæði kór og lúðrasveil. Eftir messuna setti Valdimar Óskarsson, form. U.M.S.E. sandcomuna, en síðan tók Daníel Ágústínusson við stjórn hennar. Skiptust nú á ræður, upplesur, söngur og lúðrablástur. Mjög var vandað til alls þessa, og var samkoman i lieild með miklum glæsibrag. Var þá fjölmenni mikið á móts- slað, enda veður hið fegursta. Ræður fluttu skólastjórarnir Þorsteinn M. Jónsson og Þórarinn Björnsson, Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi flutti kvæði, er hann hafði ort í tilefni móts- ins, Karlakór Akureyrar söng undir stjórn Áskels Jónssonar og Guðmundur Jónsson óperusöngvari söng einsöng með undirleik Fritz Weisshappels. Sr. SigurSur Stefánsson flytur messu. DavíS Stefánsson flytur nýort kvœSi.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.