Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1955, Síða 27

Skinfaxi - 01.11.1955, Síða 27
SKINFAXI 123 í niðaþoku á Glámu (Gömul dagbókarblöð). Eigi skal guggna. Frh. Við athugum í skyndingu kompás og kort, áður ,en syrtir enn meira að. Svo röltum við af stað, Ólafur með kompásinn í hendinni, ég með pokann á balcinu. — O, það verður ekki á allt kosið, segi ég. Það er nokkurs konar plástrun á ósigurinn. — Nei, en gaman liefði verið að hafa Sjónfrð heiða, segir Ólafur, og það kennir nokkurs saknaðar í rómn- um. Við tökum stefnuna á Lambadalsfjall, og ætlum svo að ganga norðan í því og ofan Lambadalsskarð, sem liggur á milli Dýrafjarðar að sunnan og Álfta- fjarðar að norðan. Nú er mest yfir snjó að fara, nokk- uð meyran til þess að gangfærið sé ákjósanlegt. Þeg- ar við höfum skammt farið, flettir þokunni skyndi- lega af í hili. Og þá sjáum við þá sjón, sem seint mun fyrnast úr liugum okkar. Það er sólarlag. Geislar hnígandi sólar smokrast gegnum þokuþyklcnið, brotna í ótal litum og falla síðan á hauður og haf. Allt er ein margbreytileg lita- dýrð, fjöll og firðir, þoka og ský. ívafið er rautt, en uiopistaðan allavega, eftir eðli og blæ. Þetta er eins og innsýn á fagurt leiksvið, og ósjálfrátt fær liug- myndaflugið vængi. En þetta stendur skammt. Áður en varir f ellur þoku- tjaldið aftur, þungt og myrkt. Þokan er svartari en nokkru sinni fyrr. Og þá er ekki um annað að gera en halda áfram eftir kompás og taka öllu, sem að höndum ber, með ró og stillingu. Lundin er létt, þótt þokan sé þykk,

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.