Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1955, Síða 30

Skinfaxi - 01.11.1955, Síða 30
126 SKINFAXI Þetta kalla Vestfirðingar heiðar. En hér er fjallvegurinn ekki langur. Undir eins steypist maður niöur í næsta dal, Mjóadal í Önundar- firði. Leiðin liggur niður skafl, ofan úr þokunni. — Svona eru „heiðarnar“ vestfirzku. Maður getur næst- um því setið klofvega á þeiin, —- og dinglað sinum fæti í livorn fjörð. Þ,elta kalla Vestfirðingar heiðar. Dalbotnarnir hér eru ólíkir dalbotnum Djúpsins. Hér er fábreyttur gróður, fannir og grjót. Þó mun þetta vera drjúggott beitiland. Þegar Mjóadal sleppir, tekur Bjarnardalur við. Nú vikkar útsýnið nokkuð, þótt fjöllin séu nálæg og há, því að hér sér út á Önundarfjörð þveran. Og nú kom- um við á bilveginn, sem liggur milli Dýrafjarðar og fsafjarðar. Þetta eru bernskuslöðvar Ólafs, og hann þylur hér örnefni gilja og fossa, tinda og hvilfta. En fyrir mér er þetta ókunnugt land, og ég lít athug- andi augum eftir þröngum dalnum, upp til hárra fjallanna, sem eru svo einkennilega nálægt. — Ég er Sunnlendingur. — Þetta er stórbrotin byggð, sem liefur sérkennilega fegurð. — Og það er enginn asi á okkur, þegar við röltum hér í þokufullu morgun- sárinu „heim dalinn“, eins og Ólafur segir. En það er af hvorugum liarmað, að Kirkjuból, á- fangastaðurinn, er frenisti hær í Bjarnardal. S. J.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.