Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1955, Qupperneq 32

Skinfaxi - 01.11.1955, Qupperneq 32
128 SKINFAXI 2. Þegar Paul Robeson lék og söng báðum megin At- lantshafsins á árunum fyrir striðið, til ágóða fyrir al- þýðufylkinguna á Spáni eða annan svipaðan félagsskap, efaðist að vísu enginn um, að hann væri vinstrisinni. Það þótti engum mikið þá. Hitt þurfti hann ekki að gera upp við sjálfan sig, hvort hann væri kommúnisti eða ekki. Enginn krafði hann svars um það. En eftir stríðið kom annað til sögu. Þú þurfti hann skilyrðislaust að svara fyrir sinar pólitisku skoðanir. Og enginn efaðist um, að hann væri kommúnisti, enda var sizt að hans skapi að neita því. Hann hafði snemma tengt baráttu kynflokks síns, negranna, fyrir auknum mannréttindum og jafnrétti við hvita menn, kenning- um og boðskap kommúnismans. Ekkert var honum ólíkara en að friða samvizku sína með því að fara að dæmi sumra sigursælla listamanna af blökkumanna- kyni, sem létu sér nægja að gefa ríflega til frjálslyndra félagssamtaka, er höfðu aukin réttindi negra á stefnu- skrá sinni. Hann varð að ganga í félag með sjálfum baráttumönnunum. Og að hans dómi voru það kommún- istar. Því gaf hann þeim allt, sem hann átti, hina miklu listgáfu og skaphita. Hann söng og lék fyrir flokkinn, talaði á fundum og samkomum, varð hinn trúasti línu- kommúnisti. Fyrir þetta hefur hann orðið að gjalda með vegabréfi sínu og lífsviðurværi. Siðan 1950 hefur honum ekki verið leyft að ferðast úr landi, þar sem hann vill ekki af grundvallarástæðum skrifa undir yfirlýsingu um, að hann sé ekki félagi í Kommúnistaflokknum. Nýlega var honum þó gefið leyfi til að fara til Kanada. Eigi að síður getur hann ekki tekið boði Rússa um að leika í kvikmynd, sem þeir ætla að gera eftir leikriti Shake- speares, Othello, en Robeson varð einmitt frægur sem leikari austan hafs og vestan fyrir Othelloleik sinn. Sömuleiðis verður hann að neita hoði um að halda söng-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.