Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1955, Qupperneq 43

Skinfaxi - 01.11.1955, Qupperneq 43
SKINFAXI 139 JXííjjúnitti [tintj lJ.Xf.JF. í. — l-^incjíjetJ — 19. sambandsþing U.M.F.Í. var lialdið á Akureyri dagana 30. júní og 1. júlí i vor. Þingið var haldið i Iiátiðasal Mennta- skólans. Formaður U.M.F.Í., séra Eirikur J. Eiriksson, setti þingið með ræðu; ræddi liann hlutverk ungmennafélaganna í menningarlifi þjóðarinnar. Forsetar þingsins voru tilnefndir Helgi Simonarson, Þórar- inn Þórarinsson, Sigurður Greipsson, xútarar Jónas Gíslason og Jón Hjartar. Þórarinn Björnsson skólameistari ávarpaði þingið og bauð fulltrúa velkomna í Menntaskólann. Ármann Dalmannsson for- maður íþróttabandalags Akureyrar flutti þinginu kveðjur frá íþróttasamtökunum á Akurcyri, enn fremur flutti hann kveðj- ur frá elzta ungmennafélagi Noregs, en Ármann var iarar- stjóri íslenzka skógræktarfólksins, sem fór til Noregs í vor. Ármann afhenti U.M.F.Í. borðfána að gjöf frá norska ung- mennafélaginu. Þá fóru fram nefndarkosningar. Siðan flutti ritari U.M.F.Í. Daníel Ágústinusson skýrslu stjórnarinnar og gat þess m. a., að 200 félög væru nú í U.M.F.l. með rúmlega 10 þúsund skatt- skylda félaga. Þorsteinn Einarsson iþróttafulltrúi flutti framsöguræðu um íþróttamál, Halldór líristjánsson um bindindismál, Stefán Ól. Jónsson og Magnús Óskai’sson um stail'síþróttir og vinnu- tækni. Rædd voru skipulagsmál U.M.F.Í. og inargt fleira, voru um- ræður fjörugar. Kom fram mikill og almennur áhugi þing- fulltrúa fyrir nauðsyn þess að efla störf og áhrif ungmenna- félaganna senx mest i þjóðlifinu. Svohljóðandi skeyti barst þinginu: „Þakka kæi'lega síðustu samfundi, alúðarkveðjur og heillaóskir. Richard Beclt.“ Var slceytið þakkað með almennu lófataki. Þingfulltrúar sátu boð hjá íþróttabandalagi Akui'eyrar að kvöldi þess 2. júlí. Þinginu lauk seint á föstudagskvöld, eftir að stjórnarkjör hafði farið fram. Stjórnina skipa: sr. Eirikur J. Eiríksson sam- bandsstjóri, Gisli Andrésson, Daniel Ágústínusson, Stefán Ól. Jónsson, Axel Jónsson, Varamenn: Hrönn Hilmarsdóttir, Stef- án Jasonarson.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.