Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1955, Qupperneq 47

Skinfaxi - 01.11.1955, Qupperneq 47
SKINFAXI 143 Menntamál. „Þiugið telur, að leggja beri áherzlu á félagslegt uppeldi æskulýðsins í skólum landsins, engu siður en hið bóklega og verklega nám. Þingið telur því nauðsynlegt: 1. að Ivennaraskóla íslands verði veitt hið allra bráðasta viðunandi aðstaða til að vinna hið ábyrgðarmikla starf, sem liann hefur með höndum, m. a. til þess að þjálfa kenn- aranema í félagsmálastörfum. 2. að fræðslumálastjórnin ætli á stundaskrám skólanna rúm fyrir félagsmálastörf, og störf kennara að þeim efnum verði metin sem önnur kennsla. 3. að komið verði á námskeiðum í félagsmálastarfi, t. d. í sambandi við íþróttakennaraskólann á Laugarvatni eða einhvern annan skóla. Sambandsþingið vill sem fyrr vekja athygli á starfi Hauka- dalsskólans og beinir því til sambandsfélaganna að hvetja unga menn til nóms í skólanum. Sambandsþingið beinir því til héraðssambandanna, að hald- in verði dómaranámskeið, svo að ávallt verði nægilega marg- ir hæfir starfsmenn á héraðsmótum. Sambandsþingið telur, að brýn þörf sé á, að livert ung- mennafélag eigi greiðan aðgang að félagsheimili og hvetur þau til að leita samvinnu við önnur menningarfélög í sinu byggðarlagi til þess að koma upp slíku heimili. Stærð hvers félagsheimilis sé miðað við þarfir byggðar- lagsins, en þess sé gætt, að byggingu sé hagað þannig, að stækka megi félagsheimilið ó liagkvæman hátt, ef þörf gerist. Jafnframt telur þingið æskilegt, að ungmennafélög innan hverrar sýslu eða héraðs sameinist, ásamt öðrum félagasam- tökum, um byggingu stærra félagsheimilis, er miðist við þarf- ir liéraðsins í heild. Þingið vekur athygli í hinni heilsufræðilegu og hagfræði- legu nauðsyn þess, að hvert verk sé rétt unnið. Telur þing- ið, að stefna beri markvisst að því að kenna rétt vinnubrögð, verktækni, m. a. með iðkun starfsíþrótta, og felur stjórn U.M. F.í. að ahuga möguleika á að koma á námskeiðum fyrir leið- beinendur á þessu sviði. Telur þingið rétt að leita samvinnu við þá aðila, sem þetta mál snertir sérstaklega, svo sem verk- stjóra, ráðunauta og kennara á sviði búnaðarfræðslu og hús- mæðrafræðslu, lækna o. fl. Þingið beinir þeirri áskorun til allra ungmennafélaga í byggðarlögum, þar sem barnafræsðla fer enn fram með far-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.