Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1955, Page 48

Skinfaxi - 01.11.1955, Page 48
144 SKINFAXI kennslusniði, að vinna ötullega að því að í stað þess komi fastir skólar með heimavist eða skólabifreið, og séu þeir helzt svo stórir, að tveir kennarar starfi við hvern þeirra. Bendir þingið á þýðingu hins félagslega uppeldis, sem slikir skólar geta veitt, og aðstöðu til verklegs nóms, iþrótta og líkamsrækt- ar, sem farskólana skorir svo tilfinnanlega. Þingið slcorar á fræðslumálastjórn að hlutast til um að enn sé aukin fræðsla í íslenzkum fræðum í skólum landsins, eink- um í bókmennum og sögu þjóðarinnar. Þingið telur það ekki vanzalaust, að aðeins mjög takmarkaður liópur íslenzkra æsku- manna eigi þess kost að fræðast í skólunum um sögu þjóð- arinnar eftir 1874, og skorar á fræðslumálastjórn að láta semja kennslubók yfir fyrrnefnt tímabil. Jafnframt livetur þingið öll ungmennafélög til þess að miða starfsemi sína við það, að hún glæði ást og þckkingu félagsmanna á íslenzkri tungu, islenzkri sögu, íslenzkum bókmenntum og íslenzku landi og treysti þar með undirstöðu þjóðrækni og sjálfstæðis. Þingið bendir á þá uppeldislegu og menningarlegu hættu, sem stafar af útgáfu sorprita, og átelur ábyrgðarleysi þeirra manna, er gera sér lægstu hvatir annarra að féþúfu. Þingið fagnar nýsettum lögum um bókasöfn og að sérstakur starfsmaður er ráðinn til þess að leiðbeina lesrarfélögum um starfrækslu bókasafna. Telur þingið, að á hliðstæðan hátt þurfi að aðstoða félög og leiðbeina þeim um aðra þætti félags- og menningarmála, og felur stjórn U.M.F.Í. að beita sér fyrir skjótri og liagfelldri úrlausn i þcssu máli“. Bindindismál. „Þingið lítur svo á, að áfengisbölinu verði aldrei útrýmt með öðru en almennri bindindissemi, og telur því, að eittlivert veg- legasta og þýðingarmesta hlutverk ungmennafélaga sé að berjast fyrir þjóðarbindindi. í þvi sambandi vill þingið sér- staklega leggja áherzlu á eftirtalin atriði: 1. Með þvi að veizlur og samsæti, þar sem áfengi er haft um hönd, hafa mikil áhrif til að útbreiða drykkjutizku og þar með áfengisböl og ómenningu, skorar þingið á ung- mennafélaga að beila hvarvena áhrifum sinum gegn því að áfengi sé haft í samkvæmum, hvort sem um er að ræða opinberar veizlur eða aðrar. Jafnframt lýsir þingið því yfir, að það telur fulla óhæfu,- að rikisvaldinu sé beitt til að útbreiða drykkjutízku og brjóta niður bindindis- starfsemi með þjóðinni, svo sem gert er meðan áfengi er veitt í opinberum veizlum.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.