Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1956, Blaðsíða 45

Skinfaxi - 01.04.1956, Blaðsíða 45
SKINFAXI 45 Umf. Biskupstungna, Árn., fór skemmtiferð til Þingvalla. Umf. Reykjavíkur heldur áfram framkvæmdum á leikvang- inum í Laugadal. Hefur margvíslega starfsemi í félagslieimili sínu við Holtaveg. Skinfaxi Enn einu sinni vill Skinfaxi minna alla ungmnnafélaga á skyldurnar við sig. Ritið er málgagn og boðberi unga fólksins og því opið öllum, sem eitthvað markvert hafa til mála að leggja. En ritið er ekki siður tengiliður milli héraðssambanda og einstakra félaga. Fréttir af félagsstörfum, þættir úr sögu félaga og frásagnir af merkum áföngum, eru vel þegnar. Mikill misbrestur vill oft verða á þvi, að Skinfaxi fái fregnir af ýms- um verkefnum, sem umf. hafa með höndum. Fréttir af íþrótta- mótum berast oft seint og illa, frásagnir af byggingu og vígslu- athöfnum félagaheimila koma sjaldnast beint til Skinfaxa. Úr þessu þarf að bæta. Oft senda forráðamenn umf. og ums. frétt- ir til blaða og útvarps. Væri ekki úr leið að senda Skinfaxa afrit af þessum fréttum, svo að vinsa megi úr þeim og birta hið markverðasta. Einnig er ástæða til að minna enn einu sinni á myndirnar. Myndir af félagsstarfi, hvort sem um leik- starfsemi er að ræða, skóggræðslu, starfsíþróttir eða bara venjulega fundi, eru næsta skemmtilegar í riti eins og Skinfaxa, ekki sízt er stundir liða fram. Slcinfaxi er nú bráðum hálfrar aldar gamall. Hann er merk- ur annáll um starfsemi umf. frá fyrstu tið. í rauninni má segja, að í honum sé að finna sögu ungmennafélagshreyfingarinnar i landinu. í honum eru skráðar lieimildir um fjölmörg smærri atriði í félagsstarfinu, sem hvergi er annars staðar að finna. Ungmennafélagar! Látið ekki undir höfuð leggjast að senda Skinfaxa fréttir, myndir og frásagnir, svo að hann megi jafn- an verða hlutverki sínu trúr.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.