Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1961, Síða 3

Skinfaxi - 01.04.1961, Síða 3
JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU Þakkað fyrir boð og kveðjur Um síðustu mánaðamót var mikill mannfagnaður að Laugum í Reykjadal. Skyldi halda þar allsherjarhátíð ung- menna- og íþróttafélaga landsins. Var gert ráð fyrir að þangað mundu sækja tíu þúsund íþróttamenn og gestir. Ekki er mér enn kunnugt um gestatöluna, en enginn vafi er á að frá upphafi byggðar hér á landi hafa aldrei verið saman- komnir á hátíð norðan lands jafnmargir menn eins og áhugalið það sem sótti að Laugum í þetta sinn. Forráðamenn ungmennafélaganna buðu konu minni og mér að vera gestir sam- takanna á þessari liátíð. Við þökkuðum boðið en gátum því miður ekki sótt þetta glæsilega mót. Við lok þessa íþróttaþings sendi ungmennastjórnin okkur hlýja kveðju eftir loftvegum. Ég nota þetta tækifæri til að þakka boð og heillaóskir. Þessi vinsemd ungmennasamtakanna er því óvenjulegri þar sem hér er vikið að áratuga kynnum, sem gleymast að öllum jafnaði fljótlega í önn dagsins. Hið mikla mannamót að Laugum leiðir kuga minn til þessa staðar fyrir 63 ár- um. Þá voru 60 drengir á fermingaraldri og nokkrir fullorðnir menn að sundnámi um hálfsmánaðar skeið við lítinn, hlýjan stöðupoll, sem er enn til í mjög fegraðri mynd framan við skólahúsin á Laugum. Myndarlegur torfgarður var hlaðinn þvert yfir djúpa lág. Þá var veitt volgum smá- Jónas Jónsson. læk ofan úr fjallshlíðinni niður í dældina. Þannig var mynduð sund- og kennslulaug. Mývetningar voru þá mestir íþróttamenn í Þingeyjarsýslu. Þar var notuð hin fræga stóragjá hjá Reykjahlíð, sem er enn í fullu gildi, tær með þægilegum baðhita. Fleiri náttúrugæði eru í Mývatnssveit, sem greiddu fyrir skynsamlegum íþrótta- iðkunum ungra manna. Sundkennarinn, Sigfús Bjarnason, faðir Björns háskóla- bókavarðar og Halldórs skattstjóra, var einn af liinum merkilegu sveitamönnum þeirrar aldar. Stórvel gefinn, fjöllesinn og SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.