Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1961, Síða 7

Skinfaxi - 01.04.1961, Síða 7
ar. Ungmennafélögin beittu sér fyrir verndun móðurmálsins, en danskan var skaðvaldur í móðurmálinu, og þó einkum í bæjunum. Sú barátta gekk vonum frem- ur, eins og kunnugt er. íslenzka glíman og aðrar íþróttir hafa alla tíð verið glæsilegur þáttur í starfi ungmennafélaganna. Má fullyrða, að sá þátturinn hefur verið mannbætandi og þroskandi, aukið líkamsþrek og andlegt jafnvægi. Eftirtektarvert er, að ýmsir færustu íþróttamenn þjóðarinnar hafa verið virkir ungmennafélagar og síðar skarað fram úr á öðrum vettvangi, svo sem í athafnalífinu eða opinberum störf- um. Skógræktarmálið hefur ávallt verið hug- sjóna- og baráttumál ungmennafélaganna. Menn hafa séð í framtíðinni styrka stofna, stæðileg tré og fagra skóga. Það mál er ekki lengur aðeins hugsjón, það er að verða að veruleika, og efast nú færri en áður um gagnsemi og gildi skógræktar á Islandi. Mörg fleiri baráttumál hafa ung- mennafélögin átt, því, eins og segir í stofnskránni, skal reyna af fremsta megni að styðja, viðhalda og efla allt það, sem er þjóðlegt og rammíslenzkt og horfir til g'agns og sóma fyrir hina íslenzku þjóð. Almenn fræðslustarfsemi, útgáfa tíma- rits, sem hefur verið og er útbreitt og mikið lesið, hefur verið einn þáttur starf- seminnar og miðað að því að efla félags- legan þroska æskufólksins. Gamall bóndi í Árnessýslu lét þess ný- lega getið í blaðaviðtali. að Skinfaxi, tíma- rit ungmennafélaganna, og Islendingasög- urnar, hefðu verið á hans yngri árum að- allestrarefnið. Er enginn vafi á því, að sá lestur er hollur íslenzku æskufólki. Sá Ingólfur Jónsson. lestur verður til þess að auka þrek æsku- manna og getur verið leiðbeinandi um skyldurnar við ættjörðina og að hverju ber að keppa. Alþýðuskólahreyfingin barst hingað til lands um líkt leyti og ungmennafélags- hreyfingin, sem er frá Noregi komin. Þrír af fyrstu forystumönnum ungmennafélag- anna höfðu fyrst kynnzt slíkri starfsemi í lýðskólum Noregs og Danmerkur. Hefur sá andi, sem sveif innan veggja lýðskól- anna, kveikt þann neista í hinum íslenzku æskumönnum, sem nægði til þess að ung- mennafélagshreyfingin náði rótfestu hér á landi. Ætla má, að enn svífi sá andi yfir lýðskólum Danmerkur og Noregs. Verður einnig að vænta þess, að íslenzkir lýðskólar hafi ávallt tileinkað sér þann anda, — þá stefnu, til að miðla íslenzkri æsku. Hér hefur verið bent aðeins á nokkur atriði úr stefnuskrá ungmennafélaganna og aðeins drepið á einstök baráttumál s K I N F A X I 7

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.