Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 7
ar. Ungmennafélögin beittu sér fyrir verndun móðurmálsins, en danskan var skaðvaldur í móðurmálinu, og þó einkum í bæjunum. Sú barátta gekk vonum frem- ur, eins og kunnugt er. íslenzka glíman og aðrar íþróttir hafa alla tíð verið glæsilegur þáttur í starfi ungmennafélaganna. Má fullyrða, að sá þátturinn hefur verið mannbætandi og þroskandi, aukið líkamsþrek og andlegt jafnvægi. Eftirtektarvert er, að ýmsir færustu íþróttamenn þjóðarinnar hafa verið virkir ungmennafélagar og síðar skarað fram úr á öðrum vettvangi, svo sem í athafnalífinu eða opinberum störf- um. Skógræktarmálið hefur ávallt verið hug- sjóna- og baráttumál ungmennafélaganna. Menn hafa séð í framtíðinni styrka stofna, stæðileg tré og fagra skóga. Það mál er ekki lengur aðeins hugsjón, það er að verða að veruleika, og efast nú færri en áður um gagnsemi og gildi skógræktar á Islandi. Mörg fleiri baráttumál hafa ung- mennafélögin átt, því, eins og segir í stofnskránni, skal reyna af fremsta megni að styðja, viðhalda og efla allt það, sem er þjóðlegt og rammíslenzkt og horfir til g'agns og sóma fyrir hina íslenzku þjóð. Almenn fræðslustarfsemi, útgáfa tíma- rits, sem hefur verið og er útbreitt og mikið lesið, hefur verið einn þáttur starf- seminnar og miðað að því að efla félags- legan þroska æskufólksins. Gamall bóndi í Árnessýslu lét þess ný- lega getið í blaðaviðtali. að Skinfaxi, tíma- rit ungmennafélaganna, og Islendingasög- urnar, hefðu verið á hans yngri árum að- allestrarefnið. Er enginn vafi á því, að sá lestur er hollur íslenzku æskufólki. Sá Ingólfur Jónsson. lestur verður til þess að auka þrek æsku- manna og getur verið leiðbeinandi um skyldurnar við ættjörðina og að hverju ber að keppa. Alþýðuskólahreyfingin barst hingað til lands um líkt leyti og ungmennafélags- hreyfingin, sem er frá Noregi komin. Þrír af fyrstu forystumönnum ungmennafélag- anna höfðu fyrst kynnzt slíkri starfsemi í lýðskólum Noregs og Danmerkur. Hefur sá andi, sem sveif innan veggja lýðskól- anna, kveikt þann neista í hinum íslenzku æskumönnum, sem nægði til þess að ung- mennafélagshreyfingin náði rótfestu hér á landi. Ætla má, að enn svífi sá andi yfir lýðskólum Danmerkur og Noregs. Verður einnig að vænta þess, að íslenzkir lýðskólar hafi ávallt tileinkað sér þann anda, — þá stefnu, til að miðla íslenzkri æsku. Hér hefur verið bent aðeins á nokkur atriði úr stefnuskrá ungmennafélaganna og aðeins drepið á einstök baráttumál s K I N F A X I 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.