Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 16
Þegar liðin höfðu tekið sér stöðu fyrir framan stúkuna, lék hljómsveit fánasöng- inn, „Hil dig vor fane“, en allir viðstaddir tóku undir. Fánaberar heilsuðu, en fánar Norðuriandanna fimm voru dregnir að hún. Þetta augnablik mun seint líða úr huga þeirra, sem þarna voru viðstaddir. Loftið hafði verið þungbúið, en einmitt á þessari helgu stund brutust geislar sól- arinnar í gegnum svört regnskýin og slógu gullnum bjarma á hvanngræna flötina, hina marglitu búninga og blaktandi fána- borgina. Stórfengleg sjón. Öll setningarathöfnin tók einn og hálfan tíma. Og það stóð heima, að þegar síðustu íþróttamennirnir voru að yfirgefa völlinn, opnuðust flóðgáttir himinsins að nýju, en aðeins stutta stund. Hófust nú fimleika- sýningar á leikvangnum, en það voru þær, sem öðru fremur settu svip sinn á þetta mót. Stóðu þær yfir alla mótdagana þrjá, frá klukkan 12 á hádegi til klukkan 21 að kvöldi. Voru sýningar þessar stórglæsilegar, en fóru að mestu fram hjá okkur, sem vorum við frjálsíþróttakeppnina, en hún fór fram á leikvangi íþróttaskólans. Eftir að hafa horft á sýningar kvöldsins, var haldið í náttstað, og voru gestgjafarnir allir mætt- ir til þess að sækja okkur. Frjálsíþróttakeppnin hófst svo morgun- inn eftir klukkan 10 árdegis. Veður var sæmilegt, en brautir afar slæmar, og versnuðu þegar á leið. Keppnin var fyrst og fremst stiga- keppni milli hinna 27 amta og íþróttasam- taka, sem þarna áttu flokka. Alls voru 54 keppendur í hverri grein, 2 frá hverjum flokki. Stig voru reiknuð eftir alþjóðastiga- töflu. Aðeins þrjár tilraunir voru leyfðar í köstum og stökkum og tíminn látinn ráða í hlaupum. Til þess að keppnin gengi fljótar, var keppendum skipt niður í 9 flokka, 5 kvenna- og 4 karlaflokka. Ekki fór keppni í öllum flokkum fram samtímis, svo að aðstöðumunur varð tals- verður í nokkrum greinum. Þar sem keppnin fór fram hjá allflest- um mótsgestum, var ákveðið að halda aukamót á aðalveikvanginum sunnudaginn 23. júlí, og voru tveir beztu úr hverjum flokki valdir þangað. Fyrsta grein mótsins var 80 m. hlaup kvenna. Hlaupið var í 10 riðlum. Beztur tími náðist í fyrsta riðli, 10,7 sek., en Guðlaug Steingrímsdóttir sigraði 9. riðil á 11,3 og Björk Ingimundardóttir 10. riðil á 11,1 sek. Björk fékk 5. bezta tímann, en báðar komust þær í sunnudagskeppnir. Voru þær óheppnar að lenda í síðustu riðlunum, þar sem brautin versnaði þegar á leið. I kringlukasti karla reyndust landarn- ir vera í sérflokki. Þar sigraði Þorsteinn Alfreðsson með 42.88 m. kasti, en Guðm. Hallgrímsson varð annar með 42.36 m. Skömmu seinna hófst keppni í lang- stökki karla og kvenna. Aðstæður voru mjög slæmar. Ofan á bættist svo það, að óheppnin virtist elta okkur á röndum. Þegar ein umferð var eftir, hafði aðeins einn keppandinn okk- ar náð gildu stökki. Sem betur fór, gerðu allir gilt í síðustu umferð, svo að við 16 S K I N F A X I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.