Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1961, Síða 17

Skinfaxi - 01.04.1961, Síða 17
gátum aftur andað eðlilega. I karlaflokki stökk Ólafur Unnsteins- son 6.21 m., en Þórður Indriðason 5.81 m. Urðu þeir nr. 2 og 7 og komust báðir í sunnudagskeppnina. 1 langstökki kvenna stökk Helga Ivars- dóttir 4.50 m., en Kristín Einarsdóttir 4.46 m. Var árangur þeirra góður miðað við aðstæður, en nægði þó ekki til að komast áfram. Var nú lokið keppni í fjórum greinum, og liöfðu landarnir tekið forystuna í karlaflokki, en íslenzku stúlkurnar voru í 6. sæti. Þurftum við nú að fara tveggja kíló- metra leið til að matast, en veitingatjöld voru við aðalleikvanginn. Mesta afrek mótsins var án efa það, hve greiðlega gekk að afgreiða mat fyrir hinar 14 þúsundir íþróttafólks, sem þarna voru. Fæðið var og mjög gott. Klukkan 14,30 þennan dag var aftur fylkt liði á leikvanginum. I þetta skipti vegna komu konungs til mótsins. Á slaginu hálf þrjú óku tvær gljá- fægðar bifreiðir inn á völlinn og stað- næmdust við konungsstúkuna. Mikill við- búnaður var við komu konungs, og Ijós- myndarar beindu skeytum sínum að borða lögðum manni, sem sat í aftursæti fremri bifreiðarinnar. En mikil urðu vonbrigði þeirra, þegar hurðin opnaðist og maðurinn steig út. Það var þá alls ekki konungurinn! Hann var klæddur venjulegum fötum og hafði sjálfur ekið aftari bifreiðinni. Og loks þegar ljósmyndararnir höfðu áttað sig, var konungur seztur í sæti sitt í stúk- unni. Eftir stutta en hátíðlega athöfn leyst- ust liðin upp og tekið var til við keppn- ina að nýju. Auk frjálsíþróttakeppninnar fór fram á mótinu keppni í skotfimi, í handknatt- leik, þar sem leika þurfti 235 leiki til að fá úrslit og í knattspyrnu, þar sem 16 lið kepptu til úrslita. Til gamans má geta þess, að ef fimleikasýningarnar og íþróttakeppnin hefði farið fram á einum og sama vellinum, hefði mótið staðið 19 daga, miðað við 10 stunda dagskrá! Frjálsíþróttakeppnin hélt svo áfram síð- degis. T kúluvarpi kvenna urðu ísl. stúlkurn- ar nr. 3 og 7. Oddrún Guðmundsdóttir varpaði 10.75 m. og Erla Oskarsdóttir 9.79 m. Þessi ágæti árangur flutti ísl. kvennaliðið úr 6. sæti upp í 2. sæti eftir fyrri dag. I 100 m. hlaupi karla var hlaupið í 12 riðlum, og aftur lentum við í síðustu riðlunum. Ólafur Unnsteinsson vann 11. riðil á 11.6 sek., sem var annar bezti tíminn í hlaupinu. Þóroddur Jóhannsson varð ann- ar í 12. riðli á 11.8 sek. og náði 7.—9. sæti. Eftir fyrri daginn hafði ísl. karlaflokk- urinn tekið örugga forystu, 600 stigum á undan næsta liði. Þennan dag fór fram aukakeppni í 5x80 m. boðhlaupi kvenna og 100 m. boðhlaupi karla. Sigurvegarar hinna 5 riðla áttu síðan að keppa til úrslita á sunnudags- mótinu. í karlasveitinni voru þessir: Ragnar Guðmundsson, Ólafur Unnsteinsson, Valdi- mar Steingrímsson og Birgir Marinósson. Sveitin náði beztum tíma í hlaupinu, S K I N F A X I 17

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.