Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1961, Síða 18

Skinfaxi - 01.04.1961, Síða 18
Setningarathöfn Vejlemótsins. en var dæmd úr leik. Urðu þetta nokkur vonbrigði, en stúlkurnar bættu það upp með því að setja íslandsmet í sínu boð- hlaupi á 55.1 sek. Sveitin var þannig skipuð: Margrét Hafsteinsdóttir, Margrét Sveinbergsdóttir, Ásta Karlsdóttir, Guð- laug Steingrímsdóttir og Helga Ivars- dóttir. Þannig endaði keppnin fyrsta daginn. Um kvöldið sýndu þrír glímumenn ísl. glímu á Vejleleikvangi. Áhorfendur voru mjög margir þetta kvöld, og virtist áhugi vera mikill fyrir sýningunni. Áður en hún hófst, hélt Jón Þorsteinsson, íþróttakenn- ari í Sönderborg, stutt erindi um íslenzku glímuna og kynnti hana. Síðan gengu þátttakendur inn á leikvanginn. Sýningin hófst svo, eftir að fánaber- inn, Ármann J. Lárusson, hafði heilsað. Sýningin naut sín mjög vel á grænni flötinni, baðaðri í flóðljósum með íslenzka fánann í bakgrunn. Við hlið hans stóðu tvær stúlkur í þjóðbúningum. Var almenn hrifning meðal áhoríenda meðan á sýningunni stóð og glímumönn- um óspart klappað lof í lófa, er þeir gengu út af vellinum. Blöðin birtu daginn eftir margar mynd- ir af sýningunni og fóru lofsamlegum orðum um hana. 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.