Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1961, Side 33

Skinfaxi - 01.04.1961, Side 33
Aðaluppistaða þessa harmleiks (gaman- leikur er algert rangnefni, háðleikur hefði getað gengið) er baráttan milli þess sem er falskt og þess sem er ekta. Liðsmenn þess falska er’u þekktar manngerðir úr íslenzku þjóðlífi, enda af nógu að taka. Utflytjandinn, sem „hefur fengið útborg- aðar fimm miljónir á þessu nýby]’jaða ári í uppbætur og styrki“, styrkir Ljónu til söngnáms, þótt hún sé bæði raddlaus og laglaus og hafi engan áhuga á söng. Viðfeldin viðskipti við stúlku sem vill ,,þúsund sinnum heldur sofa vært hjá góðum manni en gapa framan í þessu voðalega fólki sem fyllir heiminn“. Innflytjandinn getur fyrir sitt leyti nieð góðri samvizku sagt nærri i’eiks- lokum: „Talaðu varlega góði. Ég veit ekki til að hún hafi geingið í innanundirplaggi öll þessi ár, sem ekki væri ókeypis frá mér, allt sjálflýsandi kattarhaus“. Söngprófessorinn, kennari Ljónu, gam- all óperusöngvari, hefur raunar ekki kom- izt lengra á listabrautinni en sópa bak- svið óperunnar í Wiesbaden, en hann hef- ur þó að minnsta kosti forframast er- lendis. Efni leiksins skal ekki rakið frekar að sinni, en gerð nokkur skil jafnframt því sem minnzt verður á manngerðir og leik leikenda, sem ásamt leikstjóra eiga drýgstan þátt í að boðskapur og list Lax- ness skilar sér ekki nógu vel í Þjóð- leikhúsinu. Frú Ólfer, konan sem Guðbjörgu Þor- bjarnardóttur er ætlað að túlka, hefur fi'á höfundarins hendi miður glæsileg ein- kenni. Hún er grunnhyggin og undirförul, blgjörn, ósvífin, ágeng og taugaveikluð. Guðbjörg nær ekki tökum á þessari miður aðlaðandi persónu. Iiún túlkar að vísu elcki sem verst taugaspennuna áður en sú garnla fremur sjálfsmorð í Stromp- inum, en hún nær engum tökum á ili- girninni og því margbrotna siðferði, sem þessi úrkynjaða kona ber utan á sár hvert sem hún fer. Sökum þess, sem á skortir í leikmeðferð Guðbjargar og fleiri leikenda, verður frú Ólfer ekki eins ógleymanlegur persónugervingur lægstu afla mannssálarinnar og hún gæti orðið. Þóra Friðriksdóttir leikur Ljónu og ræður heldur ekki við hlutverkið. Henni tekst ekki að túlka stúlku, sem er hvort tveggja í senn, samvizkulaus tækifæris- sinni, sem alltaf er til reiðu fyrir hæst- bjóðanda, og yfirborðsleg, fín dama af gömlum ættum. Þóra er að vísu nógu glæsileg í samkvæmisklæðum, en hún sýnir ekki nógu ljóslega að fötin skapa ekki manneskjuna nema að nokkru leyti. Frekjan, sem á rætur sínar að rekja til heimskulegs ættarhroka, kemur ekki nógu greinilega fram. Sennilega hefðu Inga Þórðardóttir og Ilelga Bachmann ráðið betur við þessar faktormæðgur að norðan. Róbert Arnfinnsson leikur útflytjand- ann. Ekki skyldi maður ætla, að höfundi eða leikara hefði þurft að vera mikill vandi á höndum við að skapa uppskafn- ing í útflytjendastétt, sem hugsar um það eitt að græða og sýnast. Segja má að persónan sé fulleinföld í sniðum, þar eð maðurinn virðist mestmegnis stjórn- ast af gróðafíkn og kynhvöt, hvort tveggja dálítið blandað hégómagirnd. Eigi að síður hafa höfundi verið mis- lagðai’ hendur í ádeilunni á spillinguna, sem liefði getað verið miskunnarlítil með SKIN FAX I 33

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.